Nóg að gera

Að venju var helgin fjörug og í nógu að snúast.  Fengum Maríu Björk og Ingva Hrannar í mat á föstudagskveldið og það var verulega ljúf kvöldstund. Mikið spjallð um heima og geyma. Skóli á laugardag og svo kom snúllinn hann Úlfar til okkar og ætlaði að sofa hjá ömmu og afa. Það var nú ekki málið og hann veifaði pabba og mömmu bara bless eins og ekkert væri. Og þvílíkur ljúflingur !

Hann var settur í ferðarúmið kl. rúmlega átta, breitt yfir hann og málið dautt. Hann bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrri en 12 tímum seinna ! Að vísu var þvílíkt brambolt í honum og hóst og það nægði náttúrulega til þess að amma og afi sváfu ekki nema hálfa nóttina. Svo bara biðum við eftir því um morguninn að hann vaknaði til að geta knúsað hann InLove

Anna fór að syngja einsöng (tvísöng) í Kristkirkju með Guðnýju vinkonu sinni á sunnudagsmorguninn, heimsókn með Úlla upp í Mosó til langafa og langömmu, göngutúr í góða veðrinu eftir að hann var farinn heim og fundur á sunnudagskvöldið.

Sem sagt bíssí bissí bissí.

Verður líka nóg að gera þessa vikuna, skil á verkefni fyrir laugardag (heavy ), reyna að smíða veiðistöng, upptaka á geisladiski með oktettinum mínum og svo er ég einn í vinnunni þar sem hinir 2 eru á vínsýningum á Ítalíu alla vikuna.

Jabbs ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband