Evrópusambandið

Velmegun á Íslandi hefur verið send í útlegð og það er einsýnt að hún verður þar um ókomin ár. Þeir sem sendu hana í útlegð voru stjórnendur Íslands undanfarin ár sem með glýju í augum horfðu á nýju fötin keisarans.  Það voru margir sem reyndu að benda á þá staðreynd að keisarinn var í raun nakinn en allt kom fyrir ekki.

Næstu kynslóðir voru dæmdar í þrælkunarvinnu.

Þannig mun þjóðin ganga til samninga við aðrar Evrópu þjóðir þegar aðildarviðræður hefjast. Það verður öllum ljóst að fégræðgi, glýja og blindni hafa komið þjóðinni á hnén.

Samt sem áður eru skynsamir menn að reyna að halda því fram að með aðild að Evrópusambandinu þá munum við tapa lífsviðurværi okkar í hendur þeirra. Það litla sem við eigum mun verða tekið frá okkur. Skynsamir menn.

Hvernig dettur mönnum í hug að ekki verði tekið tillit til stöðu þjóðarinnar í aðildaviðræðum ? Hvernig dettur mönnum í hug að þjóðin muni á endanum samþykkja samninga sem fela í sér verri stöðu en áður.

Hvernig í ósköpunum getum við haldið slíku fram sem rök fyrir því að sækja ekki um þegar við vitum ekkert, akkurat ekkert um það hvað okkur býðst.

Það er engu Evrópuríki til gagns að setja þessa litlu þjóð endanlega á hausinn og við höfum ekki sýnt fram á það að við getum stjórnað málum sjálf. Það vilja allir hjálpa lítilmagnanum.

Í guðanna bænum wake up og förum í aðildarviðræður. Það gerist ekkert jákvætt fram að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband