Að hengja bakara fyrir smið ..

Hún Anna mín fékk mjög óvæntar fréttir í síðustu viku þegar hún var kölluð á fund hjá forráðamönnum fyrirtækisins sem hún vinnur hjá. Henni var sagt upp. Í hagræðingarskyni nota bene vegna minnkandi verkefna.

Þetta kom algerlega flatt upp á hana enda taldi hún sig einna öruggasta með sitt sæti í fyrirtækinu. Og af hverju ?

Jú, til dæmis af því að:

- Hún var að þjónusta alla aðra í fyrirtækinu, sá um símsvörunina og móttöku viðskiptavina og þannig alltaf með næg verkefni. Meðal annara verkefna nota bene

- Hún var búin að vera í hartnær 12 ár hjá fyrirtækinu, búin að gefa því sál sína og alltaf borið mikla   virðingu fyrir því

- Í öll þessi 12 ár var hún aðal pepparinn, glaðværasta manneskjan og sú sem fór um allar hæðir þess til að stappa stáli í starfsmenn með smá vitleysisgangi. Sem einmitt skiptir lykilmáli í kreppunni í dag

- Aðal sprautan í öllum skemmtunum, búin að syngja einsöng mörgum sinnum fyrir fyrirtækið og jafnvel lána eiginmanninn sem veislustjóra á árshátíðum þess.

- Var andlit þess út á við og allir kúnnar hreinlega elskuðu hana enda ekki annað hægt

- Var elskuð af flestum innan fyrirtækisins

- Var örugglega með lægstu launin í fyrirtækinu fyrir utan skúringarkonuna

Já, meðal annars þess vegna er þetta lítt skiljanlegt og af því mér virðist gríðarlega grunnt hugsað. Fyrir fyrirtæki eins og þetta myndi borga sig að greiða einstakri manneskju eins og Önnu laun bara fyrir að vera eins og hún er og hafa jafn góð áhrif á starsfólkið og starfsandann eins og raun ber vitni. Þarna er bersýnilega að vera að hengja bakara fyrir smið.

Sem betur fer er hún einmitt jákvæð og lítur á þennan skell sem tækifæri frekar en annað. Hún er bara þannig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband