Unaðsfagrir tónar og fyrsti flugufiskurinn

Ég fór í gærkveldi á tónleika Vox Feminae í Hafnarborg í Hafnarfirði og þvílíkur unaður ! Ég er til efins um að til sé flottari kvennakór í heiminum. Tilfinningin í söngnum er með eindæmum og allt sett upp á sjónrænan hátt til þess að áhorfendur geti lifað sig inn í sönginn. Arkitektinn að þessu samspili tóna og leiks og þessum tilfinningaþrungna söng er að sjálfsögðu Magga Pálma og það er afar grunnt í listamannin hjá henni. Jafnvel örgrunnt Wink

Nokkrir kórfélagar sungu einsöng með kórnum og stóðu sig allar mjög vel en þó enginn eins vel og mín ektakvinna sem hreinlega fór á kostum í laginu Amarilla. Heart    Enda fékk ég hana ekki heim fyrr en um tvöleitið í nótt ennþá í þúsund fetum Shocking

Skrapp í Vífilstaðavatn í hádeginu í ca hálftíma í gær og viti menn. Ég náði í fyrsta flugufiskinn minn ca pund bleikju. Það er alltaf gott að vera búinn að taka fyrsta fiskinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Til lukku með fiskinn.

Knúsaðu svo Önnu frá mér

Heiðar Birnir, 7.5.2009 kl. 13:43

2 identicon

eða öfugt ??

Addi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband