Vinir

Þegar við komum heim í gær þá vorum við búin að ákveða að fara að hjóla og ætluðum niður í Nauthólsvík. Um það bil að við vorum að leggja af stað þá hringdi Inga Klemma til að bjóða okkur í pallastuð, heitan pott og grill. Við skelltum rauðvíni og bjór í bakpoka og hjóluðum til þeirra.

Síðan komu Sigga H og Addý með viltan lax sem ég flakaði og síðan var hann kryddaður með Teriaki sósu og grillaður sem forréttur. Grillað lambalæri í aðalrétt, 2 hvítvín og 2 rauðvín með og þetta varð heljarinnar skemmtileg veisla. Hjóluðum til baka þegar klukkan nálgaðist 12 ...Shocking

Sem leiðir hugann að því hvað það er æðislegt að eiga slíka vini. Við erum lukkunar pamfílar.

Er að spá í að fara aðeins að veiða í kvöld eftir vinnu, kannski í Kleifarvatn.

Held við séum búin að ákveða að vera bara heima næstu helgi og ganga þá jafnvel á fjöll. Langar að ganga á Keilir og jafnvel að fara í göngu um Reykjanesið á sunnudag. Allir velkomnir með ..


Bloggfærslur 31. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband