Lilla helgi

Góð helgi framundan. alger rólegheit í köld, kertaljós og smá rauðvín. Skólinn eldsnemma í fyrramálið til kl. fjögur og þá koma lillarnir okkar til okkar. Ætlum að láta Jökul og Úlfar sofa hjá okkur, hafa kósíkvöld og fara í Bústaðakirkju á sunnudagsmorgunn.

 Rólegt og gott.


Fjölskyldan

Fengum Írisi, Óskar, Jökul og Úlfar í mat í gær og áttum yndislega stund saman. Jökull var voða hrifinn af borðinu hjá Afa og Ömmu enda aðeins búið að skreyta opg setja upp og borðaði alveg ágætlega. Úlfar litli borðaði að venju eins og hestur og prófa allt sem í kringum hann var. Segir bara uh uh þegar hann vildi fá eitthvað upp í sig. Þeir samþykktu báðir að sofa hjá Ömmu og Afa næstu helgi og þá ætlar Jökull að kynna Úlfar fyrir séra Pálma í Bústaðakirkju. Kannski koma Andri og Erla í mat líka á laugardagskvöldið. Sum sagt áframhaldani fjölskyldu stemning.

Það er rólegt að gera í málningarvinnunni hjá Andra þannig að ef einhver þarna úti ( og þá er ég ekki að tala um Svíþjóð .. ) vantar góðan málara í vinnu þá bara að segja það hér.

Ætla að læra í kvöld og annað kvöld Frown


Grænmetisæta

Við ákváðum um daginn að fara að borða bara úr frystinum. Í matinn var grænmetisbuff og ég sauð eitthvað hrikalega hollt pasta með sem gert var úr einhverjum fíbrum eða ég veit ekki hvað. Í ofanálag salat á diskinn. Hrikalega hollt.

Og ótrúleg vont, bragðaðist eins og pappi og ég var heillengi að japla þessu niður. Minnti mig á þegar ég þurfti að borða hristing í sveitinni í gamló og fékk svo ábresti í eftirrétt sem er það versta sem ég hef fengið. Ég þurfti náttúrlega að klára það og setti alltaf einn bita ofan á annan til að ýta þessu niður.

Hundleiðinleg hollusta.

Erum að fá Írisi og co í mat í kvöld og ætlum að vera með mexikanskt þema. Þau ætla svo að koma í mat til okkar öll þriðjudagskvöld og er það liður í kreppunni. Færa fjölskylduna saman ...


Heineken auglýsingar

Datt í hug að setja hér inn 2 flottar auglýsingar, ég er jú að læra um það þessa dagana Wink

 

 http://www.youtube.com/watch?v=3M8Dp7wGBe4

 

http://www.youtube.com/watch?v=neoUi4poCXI

 


Glitnis glæpamenn

Nú er búið að loka öllu innláns sjóðum hjá Glitni og fólk á eftir að tapa heilmiklu af sparifé sínu hvort sem um er að ræða auka lífeyrissparnað gegnum Almenna Lífeyrissjóðinn eða venjulegan sparnað. Sem alþjóð veit og svo sem ekkert um það að segja.

Hins vegar opnuðu glæponarnir hjá Glitni sjóðina í klukkutíma um mánaðarmótin síðustu til þess að draga út af reikningum hjá þeim aðilum sem voru með samninga um mánaðarlegan sparnað og ugðu ekki að sér. Sem sagt sjóðirnir voru opnaðir að nóttu til í kannski klukkutíma til þess eins að ná í aura fólksins sem þegar var búið að tapa fullt af sínum sparnaði út af þessum sömu reikningum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað þjófnaður er. Ef þetta er ekki siðlaust fólk þá veit ég ekki hvað siðleysi er. Hvar eru blaðamennirnir nú sem endalaust velta sér upp úr þessu ?

Anna var ein af þeim sem datt ekki í hug að það yrði áfram tekið af henni inn á lokaðan sparnaðareikning og lét liðið aldeilis heyra það þegar hún tók eftir að búið var að skuldfæra reikninginn sinn.  En svarið vara bara, já en við opnuðum fyrir sjóðina aðeins um mánaðarmótin. Vafalítið hafa þeir sem eru í klíkunni fengið að vita af þessu og getað notfært þessa tímabundnu opnun en við hin, eymingjarnir, við höldum bara áfram að tapa ..

Við höldum bara áfram að láta taka okkur í ..........


Hver er flottastur ?

nl-radherrar

Beljuhagfræði

 

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI

Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI

Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI

Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI

Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI

Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú.
Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

SÚRREALISMI

Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.

BANDARÍSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.

ÍSLENSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, "Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.

ÍTALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar.
Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÍRASKT FYRIRTÆKI

Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg

 

 

 


Konungurinn

Jibbí ! Vetur konungur er mættur og ég fann kúrekastígvélin mín og fór í þau í morgun. Gleymdi svo sundskónum mínum í morgun og var eins og breakdansari þegar ég gekk á STÓRU saltkornunum í sundinu. Ég er eins og prinsessan á bauninni þegar kemur að iljunum á mér. Það er stórkostlegt að sjá mig á ströndinni á Spáni þegar ég þen brjóstkassann, held maganum inni og geng svo eins og kerling niður að sjó. Ó, Æ, ó ó ..Crying

Fór á æfingu á mánudaginn í nýja tvöfalda kvartettinum mínum og fer aftur í kvöld. Rosa gamanWhistling

 


Ábyrgðarleysi

Úti í geimnum ríkir algert þyngdarleysi og hlutir sem fara af stað á annað borð halda bara áfram sinni stefnu þangað til eitthvað stoppar þá. Að ég held.

Sama á við um bankakerfið á Íslandi. Hlutirnir fóru af stað og ekkert stoppaði þá. Þeir loksins stoppuðu þegar stóri hvellur kom. Þannig má segja að þyngdarleysi hafi einnig ráðið ríkjum hér hjá okkur Íslendingum undanfarin ár.

Það sem verra er, algert ábyrgðarleysi hefur líka ríkt á Íslandi og janfvel stóri hvellur stöðvar það ekki. Á Íslandi ber enginn ábyrgð á neinu, aldrei.

Stjórnmálamenn bera enga ábyrgð hvort sem þeir stela frá kirkju eða ríki, svíkja eða svindla. Þeir fá bara syndaaflausn.

Bankamenn bera enga ábyrgð þótt þeir hafi knésett íslenskt þjóðfélag og komið okkur á vonarvöl um ókominn tíma. Þeir fengu bara borgað fyrir vikið og það mikið.

Ríkisstjórnin ber enga ábyrgð þótt þeir hafi sofandi látið íslenska ríkið reka að feigðarósi. Þeir bara brosa og segja að nú þurfum við að standa saman, hafa gaman og spenna beltin.

Þingmenn bera enga ábygð þótt þeim sé treyst af þjóðinni til að stýra landinu á farsælan hátt. Þeir bara rífast yfir áfengisfrumvörpum, nektarstöðum, hvað á að kalla sig og öðru mikilvægari málum heldur en fjárhagi Íslensku þjóðarinnar. Segjandi án afláts " ég sagði það "

Forsetinn og Dorrit bera enga ábyrgð á glundroðanum heldur benda á lausnir eins og að endurnýta álpappírinn á heimilunum á Íslandi. Og setja mikilvægari málefni eins og framtíð Ríkisútvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Meðan venjulegir Íslendingar svífa um loftin í algeru þyngdarleysi vitandi ekkert um sína framtíð hvað þá barnanna sinna ber enginn ábyrgð. Á neinu.

Aldrei.

 


Léttum tilveruna

smá hlátur:

 

http://www.youtube.com/watch?v=PRiYkwtBK34&NR=1


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband