Gjaldeyrismálin

Vinir okkar víðs vegar í vestri eru allir að vilja gerðir til að hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum og hafa marg ítrekað það að þeir styðji lánveitingu Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins til okkar. Að vísu þurfum við að afsala okkur fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar með því að gera upp við þessa sömu vini okkur hvort sem okkur ber lagaleg skilda til þess eður ei. Svo eru menn að hafa áhyggjur af því að við eigum ekki að þiggja lán frá Rússum af því að það séu alls kyns skilmálar sem fylgja því ..Halló ó !!

Jafnvel sumir vinir okkar á Norðurlöndum eru sama sinnis og það er engum sem finnst eðlilegt að láta dómstóla dæma í þessu máli nema okkur. Ef dómstólar dæma svo að við þurfum að greiða þetta þá  gerum við það að sjálfsögðu en í millitíðinni þurfum við á lánum að halda til að halda þjóðfélaginu gangandi. Sem, nota bene er forsenda þess að geta greitt þessa reikning síðar meir.

Það er mín skoðun að við eigum að láta þessa vini okkar í friði um tíma og athuga hvort við getum ekki sótt hjálp til alvöru vina okkar í austri þ.e. Kína, Japan og Rússlands. Mér sýnist nú að vestrið hafi ekki reynst okkur sérlega vel undanfarið.

Skelli hér inn að endingu ágætri Hollenskri lýsingu á Íslensku bönkunum og hefði betur verið að Hollendingar hefðu séð þessa auglýsingu áður en þeir fór að leggja peningana sína inn...

http://www.youtube.com/watch?v=UZ9n1x9YjjY

 


Kiri Te Kanawa

Ég varð fyrri ótrúlegri reynslu í gær. Við Anna fórum ásamt Völu vinkonu okkar á nemendatónleika í Söngskólanum. Um var að ræða nemendur sem höfðu verið í matserclass námskeiði hjá engri annari en Kiri Te Kanawa, flottustu núlifandi sópran í heiminum. Það var unun að heyra í þessu unga fólki og sérstakega var það ungur bassi, Andri Róbertsson minnir mig að hann heiti, sem heillaði okkur. Þvílíkt efni þar á ferð.

Þessi ótrúlega reynsla kom hins vegar úr annari átt eða frá Nýja Sjálandi því eftir að hafa flutt smá ræðu vippaði drottningin sér úr jakkanum og söng fyrir okkur eitt lag. Lagið var að ég held  "O quante volte" úr I Capuleti e i Montecchi og þvílík rödd ! Maður tók ekki eftir að hún væri byrjuð að syngja þegar salurinn hreinleg fylltist af tónum og tónarnir flæddu úr barka hennar eins og neðanjarðarlest á fullum hraða. Lá við að ég fengi hellu á tímabili og var kominn með hausverk um kvöldið. Allt gert án átaka, algerlega áreynslulaust. Ég var á öðrum bekk einungis steinsnar frá henni og reyndi án afláts að blikka hana (þrátt fyrir að Anna væri við hliðina á mér ) en hún tók ekki eftir neinu heldur var algerlega í öðrum heimi þegar hún söng. Ég er enn með hausverk núna og ég veit hreinlega ekki hvort það sé út af þessum söng ...

Fórum svo um kvöldið að hlusta á kennarann minn hann Hlöðver Sigurðsson í óperunni þar sem hann söng allan ljóðabálk Schuberts, Fallega malarastúlkan. Fallegur og áreynslulaus söngur hjá lærimeistara mínum og örugglega ekki það auðveldasta sem tenórar syngja.

Annars ætluðum við líka á tónleika á laugardagskvöldið, hlusta á KK á Café Rosenberg en Anna var ekki búin að vera heima eitt kvöld alla vikuna og því ákváðum við að vera heima. Sem betur fer því vorum nánast sofnuð milli 10 og 11 um kvöldið ... Maður verður jú að kunna fótum sínum forráð.

 

 


Alþjóðleg lausafjárkrísa

Lýst er eftir púka einum feitum sem heitir lausafjárpúki og hefur sölsað undir sig mest allt lausafé heimsins.  Það er ekki nema ár síðan að lausafé heimsins var svo mikið að það hálfa var nóg. Byggðu menn sér brú með þessu lausafé frá Íslandi yfir til Evrópu og ekki var þverfótað fyrir lausafénu þar. Svo ekki sé nú talað um kerfisbundið lausalánsfé. Og svo eins og hendi væri veifað var það horfið að yfirborði jarðar. Ef þetta er ekki verkefni fyrir James Bond þá veit ég ekki hvað.

Þarf bara að finna þennan fjanda og það strax .....

Ef ekkert gerist er eins víst að menn fari að greiða með öðru lausafé þ.e. kindum og alls kyns búfénaði.

Hér er mynd af honum í byrjun árs áður en hann byrjaði að fitna. Hljóp víst maraþon þá ...


Afríkanskur Ameríkani

Hvenær skildi sá tími koma þegar fólk verður metið að verðleikum en ekki eftir litarhætti eða öðru útliti ? Nú er kominn nýr forseti Bandaríkjanna og og það sem ber hæst er að hann er með dökkan hörundslit. Ekki að hann er klár, ekki að hann er frjálslyndur og ekki að hann er friðarsinni. Nei, hann er blakkur. Afríkanskur Ameríkani...

Hvað eru Íslendingar í Minnesota ? Icelandic American eða persona non grata American ?

Við komum aldrei til með öðlast frið í heininum eða sálu okkar nema við hættum að meta fólk eftir hörundslit og byrjum að meta það eftir verðleikum.

 


Láttu ekki vín breyta þér í svín

Ég er sem sagt að vinna í hópverkefni, að vísu í frekar litlum hóp - við erum 2, en við erum rosalega góð. Við eigum að taka fyrir eina auglýsingaherferð og kryfja hana til mergjar. Við tókum herferð ÁTVR " láttu ekki vín breyta þér í svín ".

Feikilega vel heppnuð herferð að mínu mati og ef einhver þarna úti hefur annað um hana að segja má gjarnan commentera hér að neðan. Glöggt er gests augað ...

Við eigum að skila henni n.k. laugardag og því er nóg að gera. Verð eflaust í kvöld fyrir framan tölvu einhvers staðar að skrifa.

Það er jafn yndislegt að nota áfengi eins og það getur verið skelfilegt að misnota það.


Rólegt, jaaaa .. ?

Vissulega má til sanns vegar færa að helgin hafi verið róleg en svefninn var kannski ekkert sérlega mikill á laugardagsnóttina. Það var samt æðislegt að hafa strákana hjá sér. Litli Úlfar svaf inni hjá ömmu og afa í sér rúmi og var alltaf eitthvað að snúa sér og bylta sér. Nóg til þess að afi var algerlega með opin augun nánast alla nóttina Shocking  Svo var ekkert smá æðislegt að fá litla líkamann uppí til sín kl. 6.30 og Úlfar kúrði hjá okkur í yfir klukkutíma.  Fórum svo í Bústaðakirkju með þá báða.

Hvíldum okkur svo í nótt ......Sleeping


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband