7.12.2007 | 14:44
Heiðardalurinn.
Kominn heim í Heiðardalinn, kominn heim með slitna skó, kominn heim til að hamast heima, ég er kominn heim en finn enga ró .....
Byrjaði á því á leiðinni í leigubílnum frá Keflavík að hringja í Fríform. Innréttingin kominn nema borðplatan, hún kemur í næstu viku. Setja innréttinguna saman, nú áttum við að setja hana saman o.s.frv. Fæ hana þó í dag með öllum tækjum en verð að henda henni í vinnuna mína af því að það er ekkert pláss heima. Á jú eftir að taka niður hina innréttinguna og jafnvel að tæma hana ..
Fer í það allt á eftir og svo kemur Steini í fyrramálið og ég hjálpa honum við þetta allt saman. Náði að selja gömlu innréttinguna á 50 þús og það er ungur Pólverji sem kaupir hana.
Það verður því stuð stuð stuð um helgina, fljúgandi skápar, borð og tæki um alla íbúð, jíbbí !!! Spurning hvort ég þurfi ekki að eiga nóg af bjór fyrir okkur Steina um helgina ...
Stíla inn á að þetta sé altt búið fljótlega eftir helgina ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 13:03
Stressaður
Ekki laust við að ég sé að verða örlítið stressaður. Fullt að gera um helgina, bæði í social lífinu og breytingum heima fyrir. Er svo að fara til Hollands í fyrramálið og kem aftur á fimmtudag. Þá um það bil ætti nýja eldhús innréttingin mín að vera tilbúin og þá er " bara " eftir að taka hina niður, ganga frá henni, færa pípulögn og rafmagn og setja hina innréttinguna upp ...Sem betur fer hef ég Steina mér við hlið í þessum efnum og það er enginn betri en hann.
Verð samt að fara á æfingu í kvöld þar sem ég syng á minningartónleikum Stulla næsta mánudagskvöld. Menn í kórnum halda bara að ég ætli að mæta í sönginn án þess að æfa nokkuð ..
Það verður sum sagt lítið um bloggeringar af minni hálfu þessa viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)