30.4.2009 | 09:26
Heimskingjar
Hvaða bíómynd skildu þessar heimsku stúlkur vera að stæla ? Að láta sér detta í hug að þær myndu komast upp með þetta þýðir einfaldlega að þær hljóta að vera á mörkum þess að vera þroskaheftar.
" Ef þú segir frá og borgar okkur ekki 150 þúsund krónur á morgun munum við drepa þig " og lausnargjaldið átti að fá hjá foreldrum stelpunnar. Ég finn til með foreldrum fórnalambsins og ekki síður finn ég til með þeim foreldrum sem standa frammi fyrir því að viðurkenna að eiga dætur sem fremja slík ódæðisverk. Ég ætla hreint að vona að þessar stúlkur fái makleg málagjöld ekki bara smá skammir frá foreldrum og slátt á fingurna frá yfirvöldum.
Maður fyllist reiði yfir að slík miskunnarlaus heimska skuli fyrirfinnast hér á Íslandi í dag.
![]() |
Stúlka varð fyrir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2009 | 12:52
Skólalok og annað skemmtilegt
Á morgun er lokadagur í náminu hjá mér og ég ásamt Hrönn vinkonu minni flytjum okkar lokakynningu. Geggjað ! Því miður er ýmislegt sem bíður mín eins og parketlögn, setja saman kommóðu o.f.l en ég ætla mér að byrja á því að fara eitthvað að veiða. Bara eitthvað.
Ég var að passa Ísold litlu á síðasta vetrardag og þvílík prinsessa. Sofnaði í fanginu á afa og var steinsofandi þegar amma kom loks. Svaf allt kvöldið
Pabbi, Erna og tengdapabbi komu í mat í gær og ég eldaði svínabóg sem heppnaðist alveg ótrúlega vel. Puran svo krispí og kjötið fituspengt og sérlega meyrt. End var það að malla frá 15.30 ..
Kosningar á morgun. Einhvern veginn ekkert sérlega spenntur og ástæðan að það virðist ekki skipta miklu máli hverjir eru við stjórnvölinn. Er samt búinn að ákveða mig.
Gleðilegt sumar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 11:03
Evrópusambandið
Velmegun á Íslandi hefur verið send í útlegð og það er einsýnt að hún verður þar um ókomin ár. Þeir sem sendu hana í útlegð voru stjórnendur Íslands undanfarin ár sem með glýju í augum horfðu á nýju fötin keisarans. Það voru margir sem reyndu að benda á þá staðreynd að keisarinn var í raun nakinn en allt kom fyrir ekki.
Næstu kynslóðir voru dæmdar í þrælkunarvinnu.
Þannig mun þjóðin ganga til samninga við aðrar Evrópu þjóðir þegar aðildarviðræður hefjast. Það verður öllum ljóst að fégræðgi, glýja og blindni hafa komið þjóðinni á hnén.
Samt sem áður eru skynsamir menn að reyna að halda því fram að með aðild að Evrópusambandinu þá munum við tapa lífsviðurværi okkar í hendur þeirra. Það litla sem við eigum mun verða tekið frá okkur. Skynsamir menn.
Hvernig dettur mönnum í hug að ekki verði tekið tillit til stöðu þjóðarinnar í aðildaviðræðum ? Hvernig dettur mönnum í hug að þjóðin muni á endanum samþykkja samninga sem fela í sér verri stöðu en áður.
Hvernig í ósköpunum getum við haldið slíku fram sem rök fyrir því að sækja ekki um þegar við vitum ekkert, akkurat ekkert um það hvað okkur býðst.
Það er engu Evrópuríki til gagns að setja þessa litlu þjóð endanlega á hausinn og við höfum ekki sýnt fram á það að við getum stjórnað málum sjálf. Það vilja allir hjálpa lítilmagnanum.
Í guðanna bænum wake up og förum í aðildarviðræður. Það gerist ekkert jákvætt fram að því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 16:09
Líður að tíðum
Vonandi ekki hjá Önnu samt, hún er nýbúin.
En, páskarnir eru framundan. Stærsta frí verkamannsins fyrir utan sumarfrí. Jibbí ! Slaka á í sófanum, mula á páskaeggjum og drekka púns inn á milli í letikasti ....
Fyrir suma .. en við nennum sko ekkert að hanga eitthvað í leti heldur höldum af stað austur á firði strax á næsta miðvikudag og eyðum svo páskunum á Egilstöðum. Það á nefnilega að skíra litlu Ísold Emmu.
Geri ráð fyrir að við förum í heimsóknir, göngutúra, kaffihús, að veiða o.s.frv. og gerum svo eitthvað þess á milli.
Lífið er jú stutt og töpuð stund er eitthvað sem kemur aldrei til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)