Aðaldalur er aðaldalurinn

Við í víndeildinni vorum að flytja okkur um set innan fyrirtækisins og verið var að gangsetja nýjan tölvubúnað þannig að ég er dálítið lost í þessu öllu. Fann þó síðuna mína fyrir rest.

Við í víndeildinni fórum líka norður á fimmtudag og vorum með vínkynningar fyrir starfsfólk ÁTVR á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Síðan fórum við í boði Þorra Hrings að veiða í Laxá í Aðaldal fyrir landi Haga. Og þvílík dýrð ! Fegurðin þarna er ólýsanleg þrátt fyrir misjafnt og rysjótt veður. Við vorum 8 karlar sem vorum að veiða og upp komu 6 gullfallegir urriðar 2-3 pund hver. Veiðin skiptist mjög misjafnt milli manna og leikar fóru þannig að ég veiddi 5 og þeir allir til samans 1 :) Það var ekki laust við að menn væru farnir að líta mig hornauga.

Þorri sem er ekki eingöngu mikill listamaður og vín sérfræðingur heldur líka afbragðs kokkur eldaði ofan í okkur, og maturinn samanstóð t.d. af urriða sashimi, humar risotto, hægelduðum lambaskönkum og Fiorentina nauta T-bonesteik. Og vínin,,  mæ ó mæ.

Ógleymaleg heimsókn í Aðaldalinn og færi ég hér með Þorra miklar þakkir fyrir heimboðið.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband