15.8.2008 | 14:59
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við gömlu 16 ára brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt hvað við höldum alltaf hamingjunni og það er óhugsandi að hugsa sér betri konu en Önnu. Setti hér mynd af okkur eins og við lítum út núna.
Ætlum að fara á Stokkseyrarbakka eftir vinnu, ganga svolítið í fjörunni og fá okkur humarsúpu. Halda svo til Hveragerðis og taka þátt í blómadögum þar. Að sjálfsögðu datt mér þetta allt í hug.
Ámorgun er svo fjölskyldusamkoma í ættina hans Bóasar tengdapabba í Grindavík og seinna um kvöldið hittist svo víndeildin heima hjá Birki til að borða góðan mat og hugsanlega enn betri vín.
Sunnudagurinn er óráðinn .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 16:36
Hlaupastíllinn minn
Er að fara á námskeið á eftir í hlaupastíl bílifornot. Það er svo sem endilega það að ég sé með einhvern asnalegan stíl heldur er verið að kenna nýjan hlaupastíl sem reynir minna á liðamótin og léttir manni hlaupið. Hægt er að lesa meira um þessi námskeið á www.smartmotion.is. Það er vinur minn hann Smári Jósafats sem er með þessi námskeið. Svo er það bara hálfmaraþon á næsta ári ....
Ég hefi ákveðið að segja sem minnst um farsann í borgarstjórnarmálunum .... veit það bara að samfylkingin á eftir að koma út úr þessu öllu sem alger sigurvegari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 14:13
Núllaði
Kominn heim úr veiðitúrnum sem ég er búinn að bíða eftir í allt sumar og veiddi engan lax . Eftir situr ægifögur náttúra Fnjóskárdalsins og góður félagskapur. Áin er erfið yfirferðar, tvíhenda nánast alls staðar, mikil yfirferð og því mikil þreyta á eftir.
En, bara yndislegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2008 | 09:45
Fellur alltaf eitthvað til
Ekki var það nú svo að ég gæti í rólegheitum lesið veiðistaðalýsingar því okkur var boðið í mat til Pabba og Ernu í Fagrahvamminn í Hafnarfirði. Þar hittum við líka Haddý og Bjarna og Beggu og Guðjón. Borðuðum góðan mat og áttum yndislega stund saman.
Er orðinn frekar spenntur fyrir morgundeginum en við förum af stað eftir vinnu og gistum á Óðalssetrinu hans Guðbjörns á Hvammstanga.
Norðurland hér kem ég.
Anna er hins vegar að fara á Clapton í kvöld með Maríu Björk, Siggu H, Eyrúnu og Hólmari og ætlar svo að keyra norður á Sauðárkrók og dvelja þar með Maríu fram á mánudag.
Það er því fjörug helgi fram undan,,, aldrei þessu vant
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 13:50
Tónleikum frestað
Var að frétta að tónleikum Auðar Gunnarsdóttur í Stykkishólmkirkju er frestað um óákveðinn tíma. Þar fór annar faraldsfóturinn fyrir lítið ....
Hvur fjandann á maður þá að gera í kvöld ???
Týnist eitthvað til, kannski bara lesa og læra veiðistaðalýsingar úr Fnjóská ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 09:13
Á faraldsfæti
Serkennilegt orð, faraldsfæti. Finnst eins og maður sé á barmi einhvers faralds ...
Jæja hvað með það, fór í veiðigræjurnar í gærkveldi og nú er allt tilbúið fyrir veiðitúrinn. Pakkað og klárt nema ég á eftir að sækja eitthvað af maðki í dag því hann verður jú að vera með ef veiðistaðir eru þannig. Höldum norður á bóginn eftir vinnu á morgun, veit ekki hversu langt og gistum á leiðinni. Helst myndi ég vilja fara alla leið til Akureyrar og gista þar því þá er svo stutt í Fnjóskána. Það er hins vegar mjög erfitt og dýrt að fá gistingu á Akureyri þessa helgi sökum fiskidaga á Dalvík og Handverkssýningar Eyjafjarðar. Auglýsi hér með eftir ókeypis gistingu fyrir mig og Steina
Í kvöld verðum við Anna líka á þessum blessaða faraldsfæti því við ætlum að skella okkur í Stykkishólm og hlusta á eina af okkar fremst söngdívum syngja en Auður Gunnarsdóttir sópran er með einsöngs tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld. Hér kemur mynd af henni en hún var kennarinn hennar Önnu s.l. vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2008 | 09:53
Rólegt
Það var mjög rólegt í gærkveldi svo rólegt að Anna sofnaði fyrir framan sjónvarpið og ég hreinlega gleymdi að kanna veiðigræjurnar mínar fyrir næstu helgi en fór þess í stað að lesa Vetrarborgina eftir Arnald. Stundum er bara gott að hafa það svona rólegt og náðugt. Z Z Z Z Z Z
Er að fara í minn aðal laxveiðitúr næstu helgi í Fnjóská með bestu vinum mínum. Æði !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 10:15
Helgin laaaanga
Ótrúlega löng helgi að baki, svo löng að ég man svei mér ekki hvað ég var að gera á föstudaginn. Eitthvað hlít ég samt að hafa hitt Ingu, Hjálmar og Siggu H því daginn eftir á laugardeginum vorum við búin að ákveð að ganga á Keili.
Þegar upp var staðið fórum við bara 3 saman þ.e. Ég, Anna og Inga. Hin fundu sér einhverjar afsakanir ..
Það var ótrúlega gaman að ganga á Keili því ég var búinn að heyra ýmsar sögur um það. Leiðin þangað var að vísu erfið bílnum mínum og illa merkt en ég komst þó að lokum á leiðarenda. Fyrst var töluverð ganga gegnum úfið hraunið sem mér fannst skemmtilegt og síðan á brattan og engan smá bratta. Töluverð lausamöl var á leiðinni en ferðin gekk vel hjá okkur öllum. Skrifuðum í gestabókina þegar á toppinn var komið. Það var mjög gaman að fara niður enda leyfði ég mér að valhoppa hálfa leiðina niður. Ég er enn með harðsperrur í framanverðum lærunum eftir þessa göngu og ótrúlegt en satt, hvorki Anna né Inga fengu harðsperrur. Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér fram og til baka enda karlmennsku ímynd mín beðið mikla hnekki. Í morgun í heita pottinum fattaði ég ástæðuna, þetta liggur í augum uppi. Þær vinkonur eru vanar að ganga um á háhæluðum skóm sem er sama stelling fyrir fótinn eins og þú sért að ganga niður fjall. Þær voru sem sagt vanar. Hjúkk, ég er kannski ekki aumingi eftir allt
Keyptum í matinn á heimleiðinni og slógum upp þvílíkri grill, palla/heitapotts veislu og Hjálmar og Sigga fengu að vera með þó þau hafi ekki gengið á Keili ... Steini kom líka beint úr veiðitúrnum í Vatnsdalsánni ( sem ég átti að vera í ) og upphófst nú mikið fjör. Það var dansað tjúttað og tætt. Það var sungið og mat á sig bætt. Það var drukkið og síðan farið í partí til Mæju og Nonna í Hafnarfirðinum. Þetta var bara alveg eins og í gamla daga ...
Svo reis upp sunnudagur skír og fagur og við fórum í göngutúr. Til Ingu og Hjálmars til að sækja bílinn og fjaðrirnar sem við höfðum reytt af okkur. Fórum svo og keyptum í matinn og síðan heim að þrífa örlítið og undirbúa svo matarboð sem við vorum með um kvöldið. Fengum Völu og Sigga vini okkar með og ég var með kjúklingabringur fylltar með mozarella og parmaskinku sem ég velti upp úr eggi, hveiti og raspi. Í forrétt var laxakaka sem ég fékk hjá Ingu vinkonu minni. Eftirrétturinn var síðan ferskju-súkkulaðikaka a la Nigella og Anna gella. Þessu öllu var skolað niður með Amayna Sauvignon Blanc, Chanson Pinot Noir og sætvíni. Drukkum frábæran fordrykk, Billecart-Salmon Brut Rosé kampavín.
Síðan kom mánudagur og það var ákveðið strax að þetta yrði áfengislaus dagur. Sóttum lillana okkar til Írisar og fórum í heimsókn til Völu og Sigga en þau voru að flytja í gamalt hús í Hafnarfirði sem þau eru búin að vera gera upp undanfarið. Glæsilegt hús og garðurinn, mæ ó mæ. Það lá við að við þyrftum sveðju til að komast í gegnum hann. Þvílíkur gróður og ýmislegt sem ég hafði aldrei séð áður og hélt að yxi bara í Afríku. Hefði ekki orðið hissa þó ég hefði séð gíraffa bregða þar fyrir ..
Fórum svo í mat til Írisar og Óskars, ljúffengt grillað kindafillet með öllu tilheyrandi. Sódavatn með sem betur fer.
Að öðru leiti var þetta bara róleg helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 09:59
Útivera
Þegar ér kom heim úr vinnu í gær fékk ég mér afgang af kjúklingi þar sem Anna var að fara hitta vinkonur sínar. Svo tók ég mig til og smellti mér í veiðiátfittið og renndi í Vífilsstaðavatn. Það er mikil gróður kominn upp í vatninu og kannski lítið hægt að veiða en það var samt dásamleg tilfinning að vera í náttúrunni einn með sjálfum sér, fjarri heimsins glaumi.
Var með þristinn minn með mér ( létt flugustöng ) en þetta var ekki minn veiðidagur, allt gekk á afturfótunum. Taumurinn flæktist þrisvar og ég þurfti því að skipta þrisvar um taum. Loopan slitnaði líka og þegar ég var að fara í land til að skipta einu sinni um taum steig ég ofan á línuna sjálfa og hún slitnaði líka, fóru örugglega 3-4 metrar af henni fyrir lítið. Á þeim tímapunkti ákvað ég að nóg væri komið og var kominn heim um kl. 21.30.
Hitti svo einn veiðimann sem var að koma þegar ég var að fara og hann hafði verið í Þingvallavatni deginum áður í 30°hita og veiddi 10 bleikjur frá pundi upp í 3,5 pund ! Getur það verið eitthvað betra ?
Svaf ótrúlega vel í alla nótt og þakka það verunni í náttúrunni. Fátt kemur í staðinn fyrir það.
Hafið það æðislegt um Verslunarmannahelgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)