29.8.2008 | 09:16
Nöldurseggir
Var að hlusta á Reykjavík síðdegis í gær þar sem menn voru að hringja inn og tjá sig um hin ýmsu mál. Og þvílíkt nöldur segi ég nú bara, það virðist alltaf vera hægt að að finna eitthvað neikvætt um öll mál.
T.d. orðuveitingarnar til handboltalandsliðsins. Nú eru menn að velta sér upp úr því að aðstoðarfólk landsliðsins hefðu líka átt að fá fálkaorðuna fyrir þeirra hlut í silfrinu. Er ekki allt í lagi spyr ég ? Ekki kannast ég við að aðstoðarfólk þeirra sem fengið hafa fálkaorðuna hingað til hafi líka fengið hana fyrir hjálpina. Ekki man ég eftir því að þegar Magga Pálma fékk orðuna að einhverjir aðrir sem staðið hafa henni við hlið gegnum súrt og sætt hafi fengið orðuna. Einn sem hringdi inn klikkti út með því að halda því fram að hugsanlega hefður strákarnir okkar ekki náð svona langt ef sjúkranuddarinn hefði ekki nuddað þá svona vel. Kannski hefði Dorit átt að fá fálkaorðuna fyrir að nudda Loga svona vel !
Ennfremur voru menn að hringja inn út af veiðiboðsferðum opinberra starfsmanna og fannst lítið mál þó þeir þiggðu eina og eina ferð. Það var enginn að velta fyrir sér af hverju var verið að bjóða þeim í slíkar ferðar. Ástæðan er einföld, þetta er fjárfesting sem ætlað er að skila arði. Með því að bjóða opinberum starfsmanni í veiðiferð eða annað þá ertu að reyna hafa áhrif á ákvörðunartöku hans. Það hlítur hver einasti maður að sjá. Það er ekki verið að borga mörg hundruð þúsund undir rassinn á þeim að því að þeir eru svo góðir strákar. Eða hvað ? Ég held að það liggi í hlutarins eðli að opinberir starfsmenn eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að þiggja slíkar mútur. Punktur basta.
Verum jákvæð, elskum alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 14:34
GAS, GAS !
Ég er einn af þeim sem hef mikla samúð með lögreglumönnum og skil vel hversu erfitt vinnuumhverfi þeirra er með allt þetta viðringarleysi sem til staðar er í dag. Skildi meira að segja þeirra sjónarmið þegar þeir gösuðu flutningabílstjórana upp við Rauðavatn ekki alls fyrir löngu. Samúð minni er þó takmörkun sett.
Nú virðist lögreglan ætla að láta kné fylgja kviði og eltast við venjulega vörugflutningabílstjóra um allan miðbæinn. Menn sem eru að reyna að sinna starfi sínu við að koma alls kyns vöru til fyritækja í miðbænum og er vorkunn að gera slíkt vegna þrengsla þar. Auðvitað þurfa þeir stundum að beygja lögin til að klára sína vinnu og ég hef lítið orðið var við að þetta setji allt á annan endann í miðbænum.
En nei, nú eru þeir orðnir glæpamenn og lögreglan eyðir dýrmætum tíma sínum í að knésetja þá og hóta þeim. Eltast við þá um alla borgina. Það gefur auga leið að það klárast aldrei að keyra út vöru á þeim tíma sem lög og reglugerðir segja til um. Það tekur tíma á morgnana að taka til vöru og margir panta seint og opna seint.
Miðað við allt talið um fækkun lögreglumanna í miðbænum og flótta þeirra úr stéttinni væri þá ekki ráð að setja markið aðeins hærra og fara að sinna alvöru glæpamálum.
Ekki fer nú minna í taugarnar á mér þegar lögreglan eyðir tíma sínum í að telja útiborð veitingahúsa, banna að selja dósabjór úti á stórum helgum eins og Gaypride og Menningarnótt og líta á það sem einn mesta glæp veraldar að fara með bjórglasið sitt út til að reykja.
Samúð mín, sem ekki er í minni kantinum, með lögreglunni fer fljótt þverrandi þegar ég verð vitni að slíku bulli.
" It´s a gas " segi ég nú bara og tek undir með Pink Floyd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 12:01
Undskyld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 12:23
Fríið búið
Hingað og ekki lengra, nú er líkamsræktarfríið búið. Nú skal tekið á því !
Við erum búin að vera óhemjulöt í ræktinni í sumar og undanfarið farið í mesta lagi einu sinni í viku. Þetta veldur sleni og doða og teigir sig út í alla líkamsparta. Við sumsagt vorum mætt í Hreyfingu kl. 7 í morgun og tókum á því í rúman klukkutíma. Svitinn rann sem aldreigi fyrr og á eftir var bara sæla. Nú stíla ég inn á að fara amk 3svar sinnum í ræktina í viku og hlaupa úti ca 2svar líka. Var að kaupa mér nýja Asics hlaupaskó af bestu gerð og stefni á hálfmaraþon eftir ár.
Það voru reyndar mjög fáir í ræktinni og vafalítið eru allir sama sinnis, það er svo erfitt að stunda inni líkamsrækt á sumrin.
Anna er að fara á hóla í Hjaltadal næstu helgi með kórnum sínum og ég er að velta fyrir mér að fara í einhverja veiði. Veit svo sem ekki enn hvert né með hverjum en það kemur í ljós. Andri og
Erla eru að koma suður for good á föstudag og fá íbúðina sem þau leigja afhenta á mánudag. Ætla að gista hjá okkur um helgina og kannski verða þau bara ein í húsinu. Það verður gaman að hitta þau og sjá litlu sætu kúluna sem Erla er komin með
Svo byrjar skólinn hjá mér eftir helgi ...hjúkk ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 12:59
Menning
Við hjónakornin brögðuðum á margs konar menningu um helgina. Á föstudaginn var þreitumenning til staðar og eftir mexíkóska veislu a la Anna Birgitta þá held ég að við höfum verið komin inn í rúm upp úr kl. 10
Á laugardagsmorgni tók við hin sívinsæla þrifmenning og var skúrað og þrifið út að dyrum. Upp úr hádegi tók svo við Menningar"nótt" en við ákváðum þrátt fyrir rysjótt veður að fara niður í bæ. Lögðum bílnum uppi á Vitastíg og gengum niður í Ráðhús þar sem við hlustuðum á Léttsveit Suðurnesja, frábæra hljómsveit. Á leiðinni niður Skólavörðustíginn fengum við aldeilis að kynnast rigningarmenningu eins og hún gerist best því það rigndi eins og helt væri úr fötu. Biðum undir skyggni meðan fólk á kanóum og árabátum liðu fram hjá. Gott ef ég sá ekki Örkina hans Nóa ..
Gengum svo aftur upp Laugarveginn en fengum fljótlega nóg af þessari menningu og vorum komin heim fyrir kl. 16.00
Þurkuðum okkur og klæddum í okkar fínasta skart því nú skildi haldið í 50tugs afmæli hjá Önnu Stellu upp við Elliðavatn í sveitamenninguna. Þar tók við þvílíkt stuð að þrátt fyrir að afmælið ætti að vera milli 17 og 19 þá fórum við ekki heim fyrr en um kl. 23 um kvöldið. Sem betur fer skutlaði Rannveig vinkona okkur heim því það hefur örugglega verið erfitt að fá bíl. Þrátt fyrir að undirritaður væri í miklu stuði og til í að skella sér niður í bæ á leigubíl þá tók skynsemin ( Anna ) völdin og við héldum okkur heima. Einhverjir fóru víst niður í bæ og komu heim undir morgun Stuðmenningin lét sem sagt ekki að sér hæða.Skellti magnum flösku af vintage kampavíni inn í ísskáp og var búinn að bjóða bestu vinum mínum að koma og fá sér daginn eftir ef ...
Vöknuðum eldsnemma til að horfa á leikinn og eftir hann setti ég kampavínið aftur inn í skáp, bíður betri tíma. Þar fékk íþróttamenningin sinn skerf.
Enduðum svo för okkar um hina ýmsu menningaheima með því að gera göngumenningu hátt undir höfði og gengum við heiman frá okkur alla leið upp í Elliðavatn. Til að sækja bílinn að venju. Tók einn og hálfan tíma og tók í.
Þannig var nú menningarhelgi Adda og Önnu Birgittu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 13:54
Fóbían rofin !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 09:49
Áfram Ísland !
Sorrí, en ég ætla að láta slag standa og horfa á leikinn ! sérstaklega eftir að Íris dóttir mín horfði á siðasta leik og hann vannst. Í guðanna bænum ekki samt kenna mér um ef við töpum
Er að fara vakna eldsnemma til að syngja fyrir Glitni í upphafi maraþons kl. 8.45 ! Síðan tvisvar í viðbót. Og ég sem ætlaði að sofa út .....
Förum svo í fimmtugs afmæli kl. 17 á morgun upp við Elliðavatn og ég vona að við missum ekki alveg af miðbæjarmenningunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 12:34
Fóbía
Þegar ég var yngri, mun yngri þá var ég með alls kyns fóbíur. Ég mátti ekki stíga á strik í gangstéttinni, þurfti að kveikja og slökkva ljós morgum sinnum í hvert skipti o.s.frv. Mér finnst enn eins og fjölskylda mín horfi á mig hornauga út af þessu ... Ég hef sem betur fer losað mig við þennan óþolandi kvilla en burðast þó enn með eina fóbíu.
Ég trúi því nefnilega að ef ég horfi á hanboltalandsliðið okkar keppa leik á stórmóti þá tapi þeir ! Þetta byrjaði í einhverju stórmótinu með því að ef ég var horfa þá fór allt úrskeiðis hjá landsliðinu og ef ég horfði ekki þá gekk allt vel. Meira að segja hvað svo ramt að þessu að það skipti máli hvort ég skrapp á klósett eða að ná mér í bjór, gengið breyttist. Ég man eftir að Andri var farinn að reka mig út úr herberginu með harðri hendi ef það var slíkur leikur í gangi.
Þess vegna hef ég ekki horft á neinn leik undanfarið þó mér hafi virkilega langað til og nú eru góð ráð dýr. Mig langar nefnilega svo rosalega að sjá leikinn á morgun á móti Spánverjum og þó ég viti að þetta er bara asnaleg fóbía þá veit ég líka að ef ég horfi á hann eins og karlmaður og þeir tapa get ég aldrei verið fullviss um að það hafi ekki verið mér að kenna
Að horfa eða horfa ekki, þarna er efinn. Ætli þetta endi ekki á því að ég verð eini Íslendingurinn ráfandi um göturnar bíðandi milli vonar og ótta eftir að leikurinn sé búinn. Það eru miklar byrgðar lagðar á herðar mér. Eða eins og Hamlet svo meistaralega orðaði raunir mínar:
To be, or not to be, that is the Question:
Whether 'tis Nobler in the minde to suffer
The Slings and Arrowes of outragious Fortune,
Or to take Armes against a Sea of troubles,
And by opposing end them: to dye, to sleepe
No more; and by a sleepe, to say we end
The Heart-ake, and the thousand Naturall shockes
That Flesh is heyre too?
Hristispjót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 09:13
Jakob Frímann og eymingjarnir
Nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgarmála, stuðmaðurinn Jakob Frímann er strax farinn að láta til sín taka á vettfangi miðbæjarmála. nú datt honum í hug það snjallræði að setja bara upp einhverja hafnarkrá í útjaðri Reykjavíkur sem hýsa á fyllibyttur miðbæjarins. Í einu vetfangi að losna við skrílinn sem drekkur allt of mikið úr miðbænum. Frábært ! Að vísu á eftir að heimfæra hugmyndina aðeins eins og t.d. hver á að reka þessa hafnarkrá og ekki síður hvernig á að fá þessa óyndimenn til að mæta einmitt á þessa krá en ekki aðra. Það má sjá fyrir sér alls kyns lausnir á því:
- selja landa á staðnum á lægra verði
- selja bjórlíki í stað venjulegs bjór, þeim er jú nokk sama hvað þeir drekka
- vera með hljómsveitirnar Óðmenn og Misyndismenn á kvöldin
Nú eða nota sömu aðferð og notuð var í Sundhöllinni í gamla daga, þeir sem eru með rauð bönd mega einungis drekka á þessari krá en ekki öðrum. Rauð bönd, upp úr miðbænum !
Ef þetta gengur vel má alveg sjá fyrir sér að hugmyndin verði útfærð á aðra sjúklinga. T.d. fatlaðir megi einungis eiga heima í Mosfellsbæ, geðfatlaðir einungis halda sig á Krísuvíkurleiðinni o.s.frv.
Þetta eru jú allt saman sjúklingar, ekki satt Jakob Frímann ?
Miðbærinn verður þá bara fyrir heilbrigða, fyrir Aría .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2008 | 08:54
Veislan mikla
Fórum á föstudag austur fyrir fjall til að borða á fjöruborðinu. Anna kom mér á óvart þegar Mummi og Sigga bönkuðu upp á rétt áður en við lögðum í hann og þau komu með. Áttum yndislega stund saman.
Fórum svo daginn eftir að hitta ættingja Önnu í Grindavík og var gaman að sjá gömul andlit þar.
Vorum svo mætt í matarboð hjá Birki en víndeildin var að gera sér glaðan dag. Og þvílík veisla. Eggert var með fiskisúpu í forrétt sem hann var búinn að dútla við í yfir sólarhring og Birkir var með fitusnauðar lambalundir með alls kyns meðlæti og með þessu öllu drukkum við þvílík vín að það hálfa væri nóg.
Sunnudagurinn leið svo í óminnishegra og sjaldan eða aldrei höfum við verið svona löt. Gengum þó seinnipartinn til Birkis niður á Laugarnesveg til að sækja bílinn. Úff
Mikið væri gaman að eiga svona eina rólega helgi .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)