Ný Hekla

Ný Hekla varð til fyrir um viku síðan og fegurðin og tignarleikinn gefur hinni gömlu Heklu ekkert eftir. Þessi nýja Hekla ber reyndar nafnið Hekla Guðbjörg og er lítill hnoðri í vöggu hjá Írisi og Óskari.

Alveg hreint ógurleg dúlla Heart 


Stóð sig með sóma

Fallegi næturgalinn minn stóð sig með sóma í gærkveldi þrátt fyrir að röddin væri ekki eins og góð og venjulega. Var öryggið uppmálað með leikræna tilburði eins og henni er einni lagið InLove


Söngfugl með kvef

Í kvöld ætlar lillan mín að stíga á stokk í Norræna Húsinu og syngja nokkur einsöngslög ásamt nokkrum söngkonum. Vonandi því það leit nú alls ekki vel út í gærkveldi þar sem hún var með hálsbólgu. Það er nú ekki það besta fyrir sóprana.

Vonum bara að hún nái að njóta sín til fulls krullan því þá njóta allir aðrir söngsins.


Þórólf Árna sem einræðisherra

Já, útlitið er svei mér dökkt. Nú skilst mér að stjórnarmyndunin snúist um hvenær kosningar eiga að vera. Grænir vilja strax en Samfylkingin seinna. Báðir flokkar af lögmætum ástæðum.

Vinstri Grænir vilja strax þar sem fylgi þeirra stríkst við himininn þessa dagana og Samfylkingin seinna af því að þau þurfa að hafa flokksþing til að ákveða framboð, varaformann og örugglega hver á að leiða flokkinn. Ekki geri ég nú ráð fyrir að flugfreyjan Jóhanna eigi að gera það þó hún sé allra góðra gjalda verð.

Ekkert um það hvað þjóðinni er fyrir bestu, hún má reka áfram eins og siglulaust rekald án allrar stjórnunar.

Ég geri það hér með að tillögu minni að allir flokkar hendist í kosningabaráttuna og að hún taki nokkra mánuði. Á meðan fáum við utanþingsstjórn undir forsæti Þórólfs Árnasonar sem sér um að taka ( réttu ) ákvarðanirnar á meðan.

Við höfum ekkert við stjórn að gera sem situr í örfáar vikur og hugsar meira um kosningarbaráttu en þjóðarhag. Við höfum ekkert við ráðherra að gera í nokkrar vikur sem taka jafnlangan tíma bara að kynna sér málaflokkinn og fólkið í ráðuneytunum. Og fá greitt fyrir.

Slíkri stjórn vil ég bara skila að hætti Steingríms.

 


Skilum bankakreppunni

Nú virðsit stefna í að flestir fái ósk sína uppfyllta og stjórnin fari frá völdum. Á kantinum bíða þá snillingar í röðum sem vilja bjarga okkur frá glötun. Vinstri Grænir vilja skila Alþjóða láninu okkar og þá geri ég ráð fyrir því að þeir skili í kjölfarið bankakreppunni eins og hún leggur sig til fyrri eigenda því ég skil ekki hvernig við komumst út úr henni með ekkert lánsfé.

Það er svo sem tímabært eð menn taki á sig ábyrgð og segi af sér, það er algerlega ljóst. En hvað fylgir í kjölfarið er alls ekki ljóst. Það er jafnvel frekar dökkt.


Ég mótmæli

Ég fór í fyrsta sinn á Austurvöll og tók þátt í mótmælunum um miðjan dag í gær. Þau fóru vel fram, menn lömdu trumbur í takt við kröfur sínar og þannig eiga mótmæli að vera. Svo fór allt úr böndunum að venju og keyrði fram úr hófi um kvöldið.

Ég þoli ekki að horfa á hálfvita sem notfæra sér þetta ástand, berjandi með sleifum í höfuð lögreglumanna, kastandi sér á skildina og skvettandi mjólk og alls kyns ógeði á þá. Reynandi allt til að espa þá upp og skilja svo alls ekki að lögreglan skuli svara á móti. Þarna eru vafalítið að verki fólk sem elskar ofbeldi og spennuna sem fylgir því og elta uppi slík mótmæli. Atvinnumenn.

Svo eru mótmælendur eins og Hallgrímur Helgason sem mætir og mótmælir á sinn faglega hátt en skilur afstöðu lögreglunnar. Það eru hins vegar hinir vondu sem fá mesta umfjöllunina að vanda.

Lögreglumenn eiga alla mína samúð og það má ekki gleyma því að þetta er fólk eins og ég og þú með mismunandi skapgerð og þar eins og annars staðar er innan um misjafn sauður. Flestir eru þeir þó vafalítið hræddir og flestir eru örugglega á okkar bandi þ.e. vilja mótmæla þessu ástandi sem núverandi stjórn hefur komið okkur ÖLLUM í. 

Ég horfði á fréttir af mótmælunum fyrir utan Þjóðleikhúsið í gærkveldi og gat ekki anað séð en að fólk skemmti sér konunglega, flestir voru hlægjandi, syngjandi og dansandi og einhvern veginn fékk ég á tilfinninguna að þetta hefði ekkert með mótmæli gegn stjórninni að gera. frekar svona carnival stemning. Helmingur þátttakenda voru svo ungir krakkar sem hefðu átt að vera farnir heim til sín fyrir löngu.

Og svo spyrja fréttamenn ráðamenn hvort þeir ætli ekki að svara kalli þessa fólks ...

Auðvitað á stjórnin að segja af sér og auðvitað á að henda stjórnendum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits út í ystu myrkur.  Það er krafa fólksins.

En það hefur ekkert með vitleysinga sem fara hamförum gegn lögreglunni að gera. Það hefur ekkert með það að gera að unglingar flykkjast í bæinn til að skemmta sér í látunum.

Það hefur eingöngu með réttlæti að gera.

 


Sætust

Ómægod hvað hún er falleg lillan mín. Og ungahljóðin í henni. Ég er skotinn í henni InLove Reyni að setja hér inn mynd af henni 15 klst gömul. Alveg eins og afi ...

Lilla


Lítil Prinsessa

Lítil Prinsessa leit heiminn augum í morgun klukkan 6. Íris mín var sett af stað í gær og átti svo í morgun litla telpu sem ég hef náttúrulega ekki enn séð. Skilst að hún sé TÖLUVERT lík pabba sínum en við sjáum hvað setur.

Ég er æðislega ánægður með fyrstu afa prinsessuna mína.InLove

Jökull var hjá okkur í nótt og var ekkert smá ánægður þegar han heyrði fréttirnar í morgun. Var byrjaður að segja öllum frá því áður en við komum í skólann hans Wink

Kíki á hana í dag.


Samfélag strúta

Við búum í undarlegu samfélagi sem hefur helgast af því að bankamenn og útrásarvíkingar hafa gengið um og gert holur hér og þar til þess að stjórnarmenn þessa lands geti stungið hausnum ofaní þegar þess þarf. Svona eins og strútar gera þegar þeir vilja losna við aðsteðjandi vandræði.

Það virðist vera sama hversu margir og hversu oft stjórnvöldum var bent á vandann því það eina sem þau virðast hafa gert er að stinga hausnum í sandinn og vonast til að vandræðin hverfi.

Ekki benda á mig segir Geir, ekki benda á mig segir Ingibjörg, ekki benda á mig segir Jónas Fr og alls ekki benda á mig segir Davíð og öll stinga þau hausnum í holurnar.

Kannski spurning um að við förum að moka ofaní í þessar holur og biðja þetta fólk um að stinga hausnum í eitthvað annað gat .....þar sem þau eru vel geymd.

Það verður ekki friður á Íslandi fyrr en þetta fólk gerir akkurat það.


Góðir gestir

Fengum Andra og Erlu í mat ásamt Jökli og Úlfari. Írisi er kominn inn á fæðingardeild, sem stendur a.m.k. af því að hún er með allt of háan blóðþrýsting. Kannski kemur lítil dúlla í heiminn um helgina Smile

Svo komu Pabbi og Erna í heimsókn þannig að við áttum yndislega kvöldstund.

Róóóóleg helgi framundan Wink

Góða helgi öll sömul.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband