21.12.2007 | 09:12
Eldur og brennisteinn
Þó rigni eldi og brennisteini, þó allt fari á flot í dag og jafnvel þótt Kölski sjálfur ausi yfir okkur rigningu og stormi ákvað ég samt að fara í jakkafötum í vinnuna í dag. Það er jú síðasti vinnudagurinn fyrir jól.
Jibbí ! Frábært ! Meiriháttar ! Þetta er alveg að smella og ég á bara eftir að tengja uppþvottavélina...( sorry, ég varð aðeins að koma innréttingunni að svo fólk fái ekki fráhvarfs einkenni )
Núna þarf ég að fara að huga að matseðlinum um jólin, aðallega þó forréttum þar sem aðalréttir er hefðbundnir. Búin að velja vínin og ég get ekki beðið eftir láta mér líða vel.
Híbba híbba !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)