Róleg helgi

Þvílíkt hvað maður er afslappaður eftir helgina, svona eiga allar helgar að vera. Ekkert djamm, ekkert djús og fórum jafnvel í kirkju á laugardagskvöldið.

Við tókum að vísu góðan göngutúr til Írisar um klukkutíma sitthvora leið í þessu æðislega veðri og svei mér þá ef maður finnur ekki fyrir því í dag. Anna meira að segja fór í ræktina um morguninn þannig að það er alltaf nógur kraftur í henni.

Eitthvað virðist hafa frosið á nokkrum einstaklingum hér í bæ því nú á að fara taka gröf við hliðina á þjóðskáldunum sem liggja í vígðri gröf á Þingvöllum.  Í gröfina skal leggja sjálfan Fisher skákmeistara sem unnið hefir til þess á sinni ævi að vera góður í skák. Skiptir engu máli þótt hann hafi komið illa fram við fólk, hafi verið hálf eða al geðveikur alla sína ævi. Nei, nú skal hann tekinn fram yfir alla þá snillinga sem dáið hafa síðan Jónas var og hét. Eigum við ekki að reyna að fá jarðneskar leyfar John Lennons líka og búa svona til frægðar kirkjugarð sem allir túristar geta skoðað á Þingvöllum. ? Ég spyr nú bara, er ekki allt í lagi ???

Eitt er nú að gera þennan mann að Íslendingi og annað að gera dýrðling úr honum.

Mikið er ég heppinn að hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að horfa ekki á íslenska landsliðið í handbolta Wink


Bloggfærslur 21. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband