Háskólanám

Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að stíga stórt skref og fara í nám samhliða starfi hjá Háskóla Íslands næsta haust. Námið var markaðsstarf og alþjóðasamstarf. Tók 3 annir eða eitt og hálft ár og ég búinn að gíra mig upp í það. En, viti menn, ég var að frétta það áðan að þeir ætla ekki að bjóða upp á þetta nám og engin annar háskóli gerir það heldur. Nú er ég mjööög fúll og þetta breytir töluverðu fyrir mig.  Er að skoða styttri nám annars staðar Angry.

Fór í ræktina í morgun og borðaði lítið í gær, fékk mér bara vínber um kvöldið sem eru mjög holl. Fiskur í kvöld og meiri vínber.

Næsta helgi er strembin, 2 þorrablót og hugsanlega sumarbústaðaferð. Ekki allt í einu en ég verð að velja á milli. Næsta víst að maður grennist ekki á því .....


Bloggfærslur 29. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband