Nýja Ísland

Á tímum sem allir tala um nýja Landsbankann, nýja Glitnir, nýja Kaupþing o.s.frv. er kannski kominn tími til að velta fyrir sér nýja Íslandi.

Svei mér þá ef ég finn ekki fyrir einhverri breytingu, einhverri jákvæðri breytingu í fari Íslendinga. Dálitið eins og fólk sé meira með sér, spái í aðra hluti en venjulega og almennt meira á jörðinni. Hver veit nema þessar hörmungar sem á okkur dynja verði til þess að fólk átti sig á því að veraldleg gæði eru langtum lakari en andleg gæði. Kannski fara fjölskyldubönd og vinátta að skipta meira máli.

Vonandi, því hvað er betra en góður vinur ? Ég segi það nú af reynslu því ég á svo mikið af frábærum vinum. Lítið getað hitt þá undanfarið og sakna þeirra mikið.

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég að fara til Köpen á fimmtudagsmorgunn og kem ekki aftur fyrr en á sunnudag. Árshátíðarferð með vinnunni hennar Önnu. Fólk heldur náttúrulega að við séum klikkuð, nýkomin frá Prag og á leið til Köpen ! Var einhver að tala um gengið ?


Bloggfærslur 14. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband