20.10.2008 | 15:40
Léttum tilveruna
smá hlátur:
http://www.youtube.com/watch?v=PRiYkwtBK34&NR=1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 12:38
Baunarnir
ekki veit ég svo sem af hverju Danir eru alltaf kallaði Baunar en gæti verið af því að þeir eru alltaf að bauna á okkur. Ég er nýkominn frá Danaveldi og hef ekkert nema gott um þá að segja. Hins vegar verðlagið, ó mæ god !
Aldrei áður hef ég farið í ferð þar sem mér leið eins og hinn danski Jóakim von Önd. Ég var alltaf að hrista budduna mína og sjá hvort hringlaði ekki aðeins í henni. Ég fór aldrei inn á kósí kaffihús til að fá mér einn tvöfalldan expressó því það kostaði mig um 800 kr per bollann. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið af bór erlendis því hann kostaði þetta 1100 - 1200 kall. Ég þorði ekki einu sinni að kíkja í búðarglugga því ég bjóst allt eins við að vera rukkaður fyrir það.
Andersína mín var ekki par glöð með þetta og fannst óþolandi að geta ekki rápað í búðum. Við gátum ekki einu sinni keypt gjafir handa börnunum okkar þeim Rip, Rap og Rup því það hefði sett okkur á hausinn. Set hér inn myndskeið af mér í Köpen . (http://www.youtube.com/watch?v=DGdAyMeCL1U)
Meira að segja hitagráðan er mun dýrari þarna úti því þrátt fyrir ágætt veður og 12° hita þá vorum við skjálfandi af kulda.
Þetta var samt yndislegur tími og hótelið sem við vorum á í boði Línuhönnunar var sérlega glæsilegt. ( Skt Petri ) Árshátíðin glæsileg á laugardagskvöldið og ferðin öll til sóma fyrir eigendur Línuhönnunar. Takk kærlega fyrir mig.
Fórum í göngutúr um miðbæinn með Þorvaldi Flemming sem fararstjóra og hann var sérstaklega fróður og skemmtilegur. Gengum sjálf mikið um og skoðuðum margt og skemmtum okkur alveg ágætlega þrátt fyrir allt. Lögðum okkur á daginn og skoðuðum frímerkjasafnið vel þannig að í heild erum við bara vel dús við Kaupmannahöfn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)