27.10.2008 | 13:34
Glitnis glæpamenn
Nú er búið að loka öllu innláns sjóðum hjá Glitni og fólk á eftir að tapa heilmiklu af sparifé sínu hvort sem um er að ræða auka lífeyrissparnað gegnum Almenna Lífeyrissjóðinn eða venjulegan sparnað. Sem alþjóð veit og svo sem ekkert um það að segja.
Hins vegar opnuðu glæponarnir hjá Glitni sjóðina í klukkutíma um mánaðarmótin síðustu til þess að draga út af reikningum hjá þeim aðilum sem voru með samninga um mánaðarlegan sparnað og ugðu ekki að sér. Sem sagt sjóðirnir voru opnaðir að nóttu til í kannski klukkutíma til þess eins að ná í aura fólksins sem þegar var búið að tapa fullt af sínum sparnaði út af þessum sömu reikningum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað þjófnaður er. Ef þetta er ekki siðlaust fólk þá veit ég ekki hvað siðleysi er. Hvar eru blaðamennirnir nú sem endalaust velta sér upp úr þessu ?
Anna var ein af þeim sem datt ekki í hug að það yrði áfram tekið af henni inn á lokaðan sparnaðareikning og lét liðið aldeilis heyra það þegar hún tók eftir að búið var að skuldfæra reikninginn sinn. En svarið vara bara, já en við opnuðum fyrir sjóðina aðeins um mánaðarmótin. Vafalítið hafa þeir sem eru í klíkunni fengið að vita af þessu og getað notfært þessa tímabundnu opnun en við hin, eymingjarnir, við höldum bara áfram að tapa ..
Við höldum bara áfram að láta taka okkur í ..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)