Bank bank, who´s there ?

Það er mikið bankað á okkur Íslendingum þessa dagana og nú síðast voru það " vinir " okkar Bretar sem sögðu okkur stríð á hendur og flokkuðu okkur hryðjuverkamenn. Ég er ánægður að Guantanamo sé á Amerískri grund því ætla má að Don Brown og félagar væru mest til í að senda okkur þangað.

Mín vegna má herra Brown fara í lítið gat sem sem oft ber sama lit og nafnið hans ( gáta ).

Það er annars ótrúlegt hvað Sjallinn ætlar að verða okkur dýrkeyptur því þeir mega ekki opna á sér þver rifuna þá fer allt fjandans til og ef það eru ekki Bretar sem beina að okkur spjótunum þá eru það Rússar sem hóta okkur Gulaginu.  SMÁ misskilningur milli Davíðs og Golíats og Árna dýra og Alistair Darling sem ekki ber nafn með rentu. Árni  hins vegar ber nafn með rentu, Árni Dýri.

Einn ljós punktur í þessu er þó viðskiptaráðherrann okkar hann Björgvin. Þrátt fyrir að vera ungur og tiltölulega óreyndur þá stendur hann sig alveg með sóma drengurinn.

Það er ekki laust við að maður verði dasaður ef þessum endalausu harm fréttum en það hjálpar svo sem ekkert. Við eigum nú ýmislegt í handraðanum Íslendingar, vatnið, orkuna, fiskinn og lambið svo ekki sé talað um bjargvættinn hann Bubba sem ætlar að bjóða sig fram til þings og redda okkur.

Já, þetta er alls ekki svo svart Smile 


Bloggfærslur 9. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband