12.11.2008 | 12:55
Geir og Ingibjörg móðguð
Forsætisráðherra vor og Utanríkisráðherra vor eru þessa dagana yfir sig móðguð fyrir hönd Fjármálaráðherra vors og Viðskiptaráðherra vors. Ástæðan er sú að nýkjörinn forseti ASÍ dirfist að kalla eftir ábyrgð þessara manna á því að allt bankakerfið er gersamlega hrunið og Ísland rambar á barmi gjaldþrots.
Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir sváfu ekkert á verðinum frekar en ríksstjórnin öll eða Alþingi. Ekki frekar en fjármálaeftirlitið. Ó nei. Eða eins og Ingibjörg sagði, það meira að segja gleymdist að segja Björgvini frá því hvert bankakerfið stefndi. Hann vissi bara ekkert um það. Hvernig getur það þá verið honum að kenna. Ekki á hann sem bankamálaráðherra að þurfa að fylgjast með öllu sem fram fer í bankakerfinu. Þetta er engum að kenna. Eða eins og Geir sagði, ekki erum við að skipta okkur af því hvernig stjórn ASÍ er skipuð. Sem er náttúrulega nákvæmlega sami hluturinn.
Eða hvað ?
Svo eru menn að vonast eftir því að þetta fólk komi okkur út úr vandanum !
Je ræt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)