21.11.2008 | 09:34
Strákurinn
Skólastrákurinn var að fá einkunn úr hópverkefninu sínu og viti menn, hann fékk 9 ! Var reyndar með frábærri manneskju í hóp, henni Maríu Gunnarsdóttur og við vinnum sérlega vel saman. Gæti verið af því að mamma hennar er vinkona mín hún Sigrún Inga frv. Landsfoseti JCI. Veit ekki.
Fór í matarboð til Írisar og Óskars í gær og Andri Már og Erla voru líka mætt. Það var því langþráður fjölskyldu hittingur og lillarnir voru báðir æðislegir. Þau elduðu lasagne sem var mjög vel heppnað.
Í fyrramálið fer ég í PRÓFIÐ sem ég er búinn að vera lesandi fyrir undanfarið. Kl. 12 á morgun er ég því kominn í jólafrí frá skólanum og ég held að ég byrji á því að opna eina freiðivín og stúta henni. Síðan fer ég til Ingu og Hjálmars að hitta vini mína. Byrja á því að fara í heita pottinn og síðan að undirbúa eldamennsku á hreindýri o.fl. Óttast helst að ég endi uppi í rúmi fyrir kl. 18.00 ..
Bara gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)