24.11.2008 | 08:56
Hausverkur
Geng fyrir pillum þessa dagana þar sem hausverkur einn mikill fór að láta á sér bera í gær og heldur áfram. Ekki veit ég hvort um er eð ræða fráhvarfseinkenni þar sem ég er kominn í tímabundið frí frá lærdómnum eða eitthvað annað en ég bryð bara Panodil til að halda mér gangandi.
Gekk ágætlega í prófinu á laugardaginn að ég held, í það minnsta var ekkert sem kom mér á óvart. Fór svo og hitti vini mína og borðaði með þeim æðislega mat og drakk góð vín og átti notalega stund á laugardagskvöldið. Fátt er betra en faðmur vina.
Fórum svo í mat til Erlu og Andra í gærkveldi og áttum með þeim góða stund.
Skrítið að hugsa til þessa að eiga frí næstu kvöld frá lestri og lærdómi, get skellt disk í tækið eða stússað eitthvað heima. Kvöld eftir kvöld ...ótrúlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)