4.11.2008 | 12:20
Láttu ekki vín breyta þér í svín
Ég er sem sagt að vinna í hópverkefni, að vísu í frekar litlum hóp - við erum 2, en við erum rosalega góð. Við eigum að taka fyrir eina auglýsingaherferð og kryfja hana til mergjar. Við tókum herferð ÁTVR " láttu ekki vín breyta þér í svín ".
Feikilega vel heppnuð herferð að mínu mati og ef einhver þarna úti hefur annað um hana að segja má gjarnan commentera hér að neðan. Glöggt er gests augað ...
Við eigum að skila henni n.k. laugardag og því er nóg að gera. Verð eflaust í kvöld fyrir framan tölvu einhvers staðar að skrifa.
Það er jafn yndislegt að nota áfengi eins og það getur verið skelfilegt að misnota það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)