10.12.2008 | 12:31
Nýr hörkuspennandi tölvuleikur
Tölvuleikir er eitthvað sem ég get alls ekki skilið og finnst þeir í raun hræðileg uppfinning. Hvað er að foreldrum sem leyfa börnunum sínum að spila töluleiki sem ganga eingöngu út á að murka lífið úr nágrannanum á sem blóðugasta hátt. Hvernig geta foreldrar talið sér trú um að slíkt sé réttlætanlegt, svari nú hver fyrir sig.
Einn er sá leikur sem ég hef heyrt um og heitir Grand Theft Auto. Mér skilst að hann gangi út á það að drepa saklausa vegfarendur hvar sem í þá næst og sigurvegarinn er sá sem drepur sem flesta, að sjálfsögðu. Nú er ég að þróa nýjan tölvuleik sem er keimlíkur þessum leik, en ekki alveg eins blóðugur...enn sem komið er í það minnsta.
Leikurinn heitir Grand Theft Bankers, gerist á Íslandi og er í raun tvíþættur.
Annars vegar þurfa þátttekendur að fara í svokallaða banka útrás og opna alls kyns hættulega og leyndardómafulla reikninga í sem flestum löndum. Sigurvegarinn er sá sem getur stráð sem mestu ryki í augu sem flestra og fengið þá til að opna innlánsreikninga hjá honum. Sérstakur bónus er veittur fyrir þá sem geta fengið líknarsamtök, sveitastjórnir o.þ.h til að opna reikninga og hámarksbónus er veittur til Þeirra sem fá sjálfa lögregluna í viðkomandi landi til að falla í gryfjuna. Er enn að vinna í að setja upp bónuskerfið en það getur einmitt verið margslungið.
Hins vegar gengur leikurinn út á að geta platað sem flesta á Íslandi til að vita ekki neitt, fylgjast ekkert með og gefa óafvitandi ábyrgðir sínar fyrir misgjörðunum erlendis. Sérstakir bónusar eru einnig veittir í þessum hluta og bónusar fást t.d. fyrir að plata þingmenn, ráðherra og fjármálaeftirlit. Er ekki enn búinn að gera upp við mig hvort bónus verði veittur fyrir að plata Davíð ...það er kannski ekkert svo erfitt. Hins vegar gæti stærsti bónusinn verið fyrir þann sem getur fengið forsætisráðherra til að reka Davíð ....
Menn geta valið sér ýmsar persónur eins og t.d. Björgthor ( sem er rammur af afli og lyft getur björgum ) Jónás ( sem alltaf hefur ás uppi í erminni ) eða hann Nes ( sem alls staðar finnur fjögurra blaða smára ) og Bjármann ( sem hleypur hraðar en vindurinn )
Hægt verður að fara í alls kyns fjársjóðsleit í leiknum t.d. að finna stærstu reikningana á Cayman eyjum, stærstu einkaþoturnar eða lystisnekkjurnar o.s.frv.
Ég er náttúrulega enn að þróa þennan leik en er strax kominn með annan í hugann, svona einhvers konar framhaldsleik. Hann gæti gengið út á að finna þessa menn víðsvegar um heiminn og og fara með þá eins og þeir fóru með almenning og gert er við vegfarandur í Grand Theft Auto.
Djísus, ég er strax orðinn spenntur ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 09:21
Eins og konurnar í Írak
Var að hlusta á útvarpið í morgun þar sem einhver Halla Gunnarsdóttir var að lýsa ferð sinni til Írans þar sem hún var að rannsaka hagi íranskra kvenna. Hún tók sérstaklega fram að ekki væri eðlislægur munur á stöðu kvenna á Íslandi og Íran heldur stigsmunur ..
Halló ! Meðan hún var þarna úti sá hún þrisvar sinnum framan í andlit kvenna og var ekki einu sinni viss um hvort þær konur voru frá Íran. Réttur þeirra var enginn og algerlega fótum troðinn, máttu ekki klæða sig í neitt nema slæður sem sýnd ekki líkamannn og einungis mátti sjá augun í þeim.
Stigsmunur ...
Ekki veit ég hvort hún var svona mikill feministi eða hvað en ekki eykur svona málflutningur nú trúverðugleika kvenréttindabaráttu á Íslandi. Að líkja stöðu íslenskra kvenna við stöðu íranskra kvenna er móðgun við íranskar konur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)