Fyrirgefningin

Það er búið að taka íslensku þjóðina í afturendann og fáir útvaldir eru búnir að nánast gera okkur gjaldþrota. Stjórnvöld öll hafa algerlega sofið á verðinum og því fór sem fór. Við sakleysingjarnir sitjum uppi með endalausar skuldir og þurfum að borga brúsann no matter what.

Það er því ekkert skrítið að fólk skuli mótmæla, öskra, kasta eggjum o.s.frv.

Það er hins vegar spurning hverju það skilar okkur. Nú vill meirihluti þjóðarinnar fá nýja ríkisstjórn og það strax. Það vill helst fá nýja stjórnmálaflokka og nýja stjórnmálamenn. Ég get hins vegar ekki séð að það gerist og því sitjum við uppi með þá stjórnmálamenn og konur sem í boði eru í dag. Hvaða heilvita maður nennir að standa í slíku endalausu argaþrasi með ekkert sérstök laun og sama hvað gert er, allt er ómögulegt og ömurlegt ?

Það er ósköp auðvelt að mótmæla alltaf öllu en það er mun erfiðara að koma með lausnir. Enda hef ég ekki heyrt einn mótmælanda koma með lausn aðra en: losum okkur bara við þau. Hvers konar lausn er það ? Vandamálin fjúka ekkert í burtu þó svo að við fellum stjórnina.

Er virki lega betra að fá Steingrím J og Framsóknarmenn til að ráða ? Þeir verða enda að vera með öðrum stjórnarflokkunum og það í minnihluta. Hefur sjálfur Steingrímur komið með lausn eða gefið út hvað hann vill gera ? Það hefur algerlega farið fram hjá mér.

Er fyrirgefningin kannski málið hér ? Við bæði megum og eigum að láta álit okkar í ljós á þessu öllu í næstu alþingiskosningum. Þangað til ættum við að leyfa stjórninni að sýna hversu megnug hún er að leysa hlutina og dæma það svo eftir 2 ár. 


Bloggfærslur 17. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband