Of rólegur ?

Þá eru þessi yndislegu jól búin en framundan eru lööööng áramót. Vinn bara í dag og er svo kominn í 6 daga frí !

Höfðum það afskaplega gott hjónin og fengum góða gesti til okkar. Vorum samt ótrúlega róleg öll kvöldin og gerðum ekkert af okkur, ekkert verið að spila eða djamma með vinunum. Sakna þess nú dálítið ...

Kannski stafaði það af því að það var skuggi yfir þessum  jólum því Friðfinnur bróðir pabba hennar Önnu lést á laugardagsmorguninn eftir langvinna baráttu við krabbamein. Blessuð sé minning þessa frábæra manns. 

Fórum á tónleika í gær í Þorlákshöfn, svokallað Ingimundarkvöld en þeir eru haldnir í minningu Ingimundar faðirs hins frábæra píanóleikara, Jónasar. Auður Gunnars var að syngja með Jónasi og þetta var yndisleg skemmtun. Fórum svo og fengum okkur humarsúpu á Stokkseyri.

Hafið það yndislegt þarna úti um áramótin og gleðilegt nýtt ár Wizard


Bloggfærslur 29. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband