Snáðinn með hörpuna

Á morgun er þjóðhátíðardagur Finna og í gamla daga var alltaf flaggað á öllum strætisvögnum vegna þess. Veit ekki hvernig það er í dag.

Í gamla daga var líka lítill snáði í Bústaðahverfinu sem átti afmæli á sama degi og var þess fullviss að verið væri að flagga eingöngu út af honum.  Þessi litli snáði hafði enda alltaf ríkt ímyndunarafl og kom því á prent í texta eða ljóðsaformi, á léreft eða með því að syngja. Hann var snillingur í þessu öllu.

Í dag er hann með hörpu í fanginu syngjandi djúpri bassaröddu fyrir alla þá sem nenna að hlusta. Segjandi þeim sögur af ömmum þeirra sem hann var með á Sigurvoninni í gamla daga ...gleðjandi alla í kringum sig.

Eins og hann gerði alltaf InLove

Til hamingju með daginn elsku kallinn minn. Ég sakna þín alltaf.

 


Hættuleg heimska

Ég er náttúrulega frekar tregur og skil stundum ekki vora stjórnmálamenn.  Hvernig Geir Haarde getur enn haldið því fram að Davíð sé ekkert að setja út á sig er mér algerlega hulið.

Davíð segir það berum orðum að hann hafi marg ítrekað varað stjórnarmenn/konur við því að allt væri að fara til fjandans og þeir skellt skollaeyrum við því. Þess vegna sé þetta allt þeim að kenna en ekki Davíð. Nú hafa nokkrir ráðherrar sagt að Davíð hafi ekki varað þá við og því liggur í augum uppi að hann hefur varað Geir Haarde við.

Hvernig í ósköpunum getur þá Geir haldið því fram að Davíð sé ekki að gagnrýna hann ? Hvernig geta fréttamenn "ekki" fengið Geir til að viðurkenna annað hvort að Davíð sé að ljúga eða að allt sé honum að kenna.

Spurningin sem fréttmenn eiga að spyrja er tvöföld:

 

Geir Harði, ég er með 2 spurningar: Er þetta rétt hjá Davíð að hann hafi varað ykkur við hruninu eða er hann að ljúga ? Svarið hlítur að vera að hann sé ekki að ljúga enda þyrfti Geir þá að setja hann af.

Í framhaldi er seinni spurningin þá einföld: Geir, er þetta þá ekki þér og þínum að kenna þar sem þið skelltuð skollaeyrum við aðvörunum ? 

Ég trúi því tæplega að Geir sé svo heimskur að hann sjái ekki hið auðsjáanlega eins og allir aðrir og ef svo er....þá erum við í vondum málum. Það er hættuleg heimska fyrir Íslendinga.


Bloggfærslur 5. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband