Magapest

Við hjónin vöknuðum í nótt með magapest, Anna sýnilega verri enda faðmaði hún klósettskálina nokkrum sinnum í nótt. Ég hékk á hor riminni og er mættur í vinnuna en Anna er heima. Annað hvort er þetta þessi blessaða pest sem er að ganga eða öllu verra, það sem við fengum okkur í gærkveldi.

Við erum í aðhaldi og borðum ekkert snakk eða nammi en fengum þá snjöllu hugmynd að búa til boost drykk. Náðum í frysta ávexti í frystirinn og settum saman við klaka og skyrdrykk og í mixerinn. Þetta smakaðist ágætlega og við vorum smjattandi á þessum dýrðardrykk þangað til Önnu var litið á expiry deitið á frosnu ávöxtunum og sá árið 2004 ..., þá var þetta ekki lengur gott. Talandi um ógeðisdrykki. Ég ætla bara hreint að vona að þetta sé ekki ástæðan og við séum komin með matareitrun Sick

Það ólgar í maganum á mér við tilhugsunina eina en ég vona að ég hangi uppi í dag.Blush


Bloggfærslur 5. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband