Vikuskýrsla

Núna er vika liðin frá því að við Anna byrjuðum á átökunum og þá er tími að líta til baka endurmeta niðurstöður.  Ég var liðlega 73 kíló í byrjun síðustu viku og þegar ég fór á viktina í sundinu í morgun var ég 71,8 kíló. Sem sagt, árangur. Líklegast er þetta gulrótunum að þakka en hugsanlega hefur eitthvað að segja að ég var með steinsmugu í morgun og vakti mest alla laugardagsnóttina.  Þetta er einmitt vandamálið með túlkun niðurstaða, maður veit aldrei hvaða breytur hefur mest áhrif. T.d. eins og tóbaks framleiðendur segja, það er ekki sannað að tóbak auki líkurnar á krabbameini því það geta verið aðrir þættir sem reykingamenn hafa sameiginlega t.d. að borða óhollan mat, hugsa lítið um heilsuna o.s.frv. sem geta haft áhrif.  Er samt nokkuð viss um að snakk/nammi bindindið hafi haft sitt að segja í þessu tilfelli.

Við vorum með Jökul Frey og Úlfar Frey hjá okkur um helgina og þeir sváfu hjá okkur laugardagsnóttina. Það var yndislegt að hafa þá en lítill var svefninn hjá afa og ömmu. Úlfar var með í eyrunum og var sko aldeilis ekki á því að fara að sofa á laugardagskvöldið og við vorum næstum búin að skutla honum til pabba síns því hann orgaði svo mikið. Hann sofnaði þó um síðir í fanginu á ömmu sinni og afi skaust í apótek til að kaupa stíla. Svo vaknaði snúlli aftur um 12  leitið og var svo í fanginu á afa ( mest sofandi ) til hálf fimm um morguninn. Það var bara gott Heart 

Er að fara til Amsterdam í fyrramálið á fund og kem aftur á fimmtudag. Út, fundur, heim. Gaman gaman. Næ þó örugglega einum til tveimur góðum bjórum .....


Bloggfærslur 10. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband