25.3.2008 | 10:34
Páskaveikindi
Páskarnir að þessu sinni voru með heldur öðrum blæ en venjulega. Ég er búinn að vera veikur, með hálsbólgu, hósta og nefrennsli en engan hita. Ég hélt því mínu striki með hálfa heilsu og við náðum að klára nokkurn veginn kjallarann. Ég setti saman vínrekka sem tekur 64 flöskur og raðaði vínunum mínum í hann og viti menn, hann var nánast fullur. Fórum svo í fimmtugsafmæli á Páskadag í Þrastarlundi en vinkona okkar hún Arndís hélt upp á það. Ég fórnaði mér og var dræfer enda ekki með heilsu í annað.
Var með tengdó og Kidda bróðir hennar Önnu í mat á laugardag og bauð upp á hægeldaðan svínabóg a la Rivercafé. Heppnaðist ágætlega en uppskriftinn er samt þannig að maður fær nóg eftir eitt skipti, frekar væmið.
Náðum góðum 2ja tíma göngutúr á föstudag og Anna fór tvisvar í ræktina. Að öðru leiti var þetta svona vinnuveikinda Páskar sem fljótt falla í gleymskunnar dá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)