4.3.2008 | 09:05
Átök
við Anna erum í átaki og saman erum við því í átökum. Átökin ganga út á það að sleppa öllu nammi og snakki í heilan mánuð. Sjá hvort six pakkinn sem ég geymi vandlega undir fitumassa komi ekki í ljós. Ég veit hann er þarna einhvers staðar. Það er svo sem ekki eins og við séum feit en það er alltaf gott að setja sér svona markmið.
Keypti í því tilefni stóran poka af gulrótum því einhver hafði bent mér á að það væri bara fjandi gott að japla á gulrót á kvöldin í staðinn fyrir nammi. Fékk mér eina stóra þegar ég kom af söngæfingu í gærkveldi og fyrsti bitinn var ekkert sérstakur. Næsti var litlu betri og síðasti alveg eins. Veit ekki hvað þessi maður var að tala um. Þegar ég leit í spegill í morgun var ég ekki frá því að framtennurnar í mér hefðu eitthvað stækkað en bumban ekkert minnkað. Við sjáum þó hvað setur því ég á 14 gulrætur eftir .... Hugsanlega prófa ég að salta gulræturnar ...
Fór í ræktina í gær og í morgun og svo kannski á morgun ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)