5.3.2008 | 12:10
Átökin stigmagnast
Kjúklingur með salati í matinn í gær og ekkert nema 1 pera og gulrætur um kvöldið. Fékk fullt af góðum ráðum frá vinum mínum á bloggið mitt og ég veit að ég get hundrað prósent treyst þeim. Stína frænka í Þýskalandi veit nú aldeilis sýnu viti um þessa hluti og María Björk hefur aldrei látið óhollan mat inn fyrir sínar varir.. að ég held og Íris mín, þetta er eílífðar stúdía hjá henni. Þetta gengur sem sagt sérlega vel nema,,, þegar ég leit í spegil í morgun þá fannst mér eyrun á mér eitthvað skrítin, eins og þau væru búin að stækka og loðna aðeins. Kannski eitthvað í gulrótunum .....
Klæddi mig frekar létt í morgun enda ágætis veður. Svo gott reyndar að fólk var farið að tala brosmilt um vorið á næsta leyti og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt fuglasöng í nágrenninu. Breyttist þó heldur þegar ég reyndi að ströggla í gegnum haglél og slyddu lufsur frá Sundlauginni út í bílinn minn. Fór heim og náði í trefilinn minn ..... Er að fara til Amsterdam í næstu viku í vinnuferð og ég vona að ég fái smá vor í kroppinn þar.
Ég er með töluverðar harðsperrur og ætla því að sleppa ræktinni í dag. Kom on, það er ekki hægt að fara á hverjum degi.
Fór og lét mæla blóðþrýstinginn hjá mér í apóteki í gær og fyrst var hann töluvert hár en síðan eftir 5 mínútna pásu var hann orðinn o.k. Keypti mér hins vegar blóðþrýstingsmæli, alsjálfvirkan, og kostaði hann litlar 11.000 kr. Ég er nefnilega með of háan blóðþrýsting og tek pillur við því en á að fylgjast grannt með honum. Svo getum við Anna jafnvel farið í læknisleik en ég veit svo sem ekkert hvernig blóðþrýstingurinn verður þá .....
Setti inn mynd frá Viareggio en þar ætlum við að vera í 2 nætur í sumar ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)