Valdi að vera bakari

Alltaf er ég eitthvað að smá að klikka. Ég er orðinn svo færeyskur í mér að mér varð á að segja í síðasta bloggi " myndband af honum Valda vini mínum " en meinti nátúrlega bara " mynband handa honum Valda vini mínum ".  Þetta var að sjálfsögðu afbökun hjá mér.

 Ef það er í mínu valdi vil ég alls ekki baka honum neinna óþæginda og biðst að sjálfsögðu afsökunar fyrir ruglinginn. 

Fyrir þá sem vilja vita hvernig þessi Valdi vinur minn lítur út er bent á að horfa á Kastljós annað hvort í kvöld eða annað kvöld því þá mun allur Karlakór Fóstbræðra birtast og syngja fallegt lag. Það er mjög auðvelt að þekkja hann úr. Ekki af bakarhúfunni heldur af því að hann er lang fallegastur í hópnum.Cool

 


Bloggfærslur 14. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband