16.4.2008 | 08:46
Fyrstu tónleikarnir að baki
Nú eru fyrstu tónleikarnir af fjórum að baki og Lanholtskirkja var næstum full. Góður rómur var gerður að söng okkar sem ég held að hafi heppnast alveg ágætlega miðað við fyrstu tónleika. Uppklappslögin voru í það minnsta ein 5 eða 6 sem segir sitt.
Tónleikar að baki = verkur í baki því ég fá alltaf í mjóhrygginn af því að standa svo lengi í mínum lakkskóm. Verkurin leiðir reyndar niður í vinstra læri sem dofnar upp. Skrítið.
Altént, aftur í kvöld og annað kvöld og svo á laugardag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)