21.4.2008 | 08:57
Að baki
Nú er að baki fernir tónleikar og árshátíð Fóstbræðra. Tónleikarnir gengu mjög vel og árshátíðin ekki síður þar sem við skemmtinefndin fórum á kostum að vanda. Við vorum með stutt leikrit sem við kölluðum Hjálmur og Konni og gerðum mikið grín að Fóstbræðrum. ( Baldur og Konni )
Ég etr ótrúlega feginn að þetta er búið og nú er anna svo að syngja á sínum einsöngstónleikum á miðvikdagskvöldið og þá erum við loksins frjáls aftur. Frjáls til að geras það sem við viljum, þegar við viljum. Frjáls til að hugsa aftur um börnin okkar og barnarbörnin, alla vinina o.s.frv.
Og ég er að tala um áhugamál .....skrítið.
Anna söng í skírn í gær hjá vinkonu okkar henni Lindu en hún var að skíra son sinn. Fallegt nafn, Davíð Fannar og hann sofnaði í fanginu á mér í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)