Dívan Anna Birgitta

Ef þið haldið svo að ég hafi haft mikið að gera í söngnum undanfarið skulið þið hugsa hugsa ykkur tvisvar um. Þetta eru bara rútusöngvar miðað við elskuna mína hana Önnu Birgittu. Annað kvöld eru loksins einsöngstónleikarnir hennar í Norræna Húsinu og það verður undarlega tómleg tilfinning á sumardaginn fyrsta þegar þetta verður allt að baki.

Elskan mín er gríðarlega metnaðargjörn og tekur þessu mjööög alvarlega. Hún er búin að vera í sérstöku söngkonu nuddi undanfarið og núna er hún nýkomin heim úr sérstakri söngkonu tá og andlits meðferð. Svona rétt inn á milli í dag er hún svo að syngja fyrir í Óperunni og allur dagurinn á morgun er undirlagður af alls kyns söngkonu meðferðum, andlitsförðun, hár uppsetningu o.s.frv.  Hún lifir sig inn í þetta og er búinn að vera töluvert stressuð undanfarið. Svona eru bara Dívur, hvað getur maður sagt ?InLove

Auðvitað veit ég að hún á eftir að rúlla þessu upp og njóta augnabliksins því það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli. Það sem er líka æðislegt er að flestir okkar vina koma og taka þátt í þessu með okkur og það gleður okkur ósegjanlega að María Björk, Ómar og Ásthildur ætla að koma að norðan og jafnvel pabbi hennar Maríu, norðlenski stórtenórinn sjálfur hann Ingvi. Þetta verður því bara gaman.Grin

Þær eru sem sagt 2 frábærar söngkonur frá Domus Vox sem ætla að syngja þessa tónleika því með Önnu er hún Guðný vinkona okkar. Set hér að neðan auglýsingu frá þeim stöllum:


 

 


anna og guðnýguðny
Kæru vinir og vandamenn.
 

 Anna Birgitta og Guðný verða með
tónleika í Norrænahúsinu 23.apríl n.k.  og notum þannig
tækifærið til að kveðja vetur konung. Þessir tónleikar eru liður í söngnámi
okkar og munum við syngja bæði einsöngslög og dúetta. Þar mun kenna
ýmissa grasa og víða komið við. Við munum syngja m.a. antik aríur, þýsk ljóð,
íslensk verk og þýsk verk.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 aðgangseyri kr. 1.000 og þætti okkur vænt um að sjá sem flest ykkar á þessum tónleikum.

 

 


Bloggfærslur 22. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband