Leppin maðurinn

Ég held að ég sé að fá maníu án þess að fatta það. Fór í ræktina í gær og í morgun og ætla á morgun og hinn og hinn. Kemst reyndar ekki um helgina þar sem það er æfingahelgi hjá okkur Fóstbræðrum og árshátíð hjá Vox Feminae. Það sem meira er, ég er farinn að blanda alls kyns orku og næringadrykki. Ég er orðinn svona professíonal í líkamsrækt. Næstum því ..

Ástæðan fyrir því að ég er byrjaður á Leppin er reyndar sú að við keyptum umboðið hjá RJC til að reyna að bæta vaxtarlagið hjá okkur.  Núna fæ ég mér Leppin orkudrykk þegar ég er í ræktinni, Leppin vöðvadrykk eftir ræktina og svo Leppin næringadrykk í staðinn fyrir máltíð. Fékk mér svona næringardrykk staðinn fyrir kvöldmáltíð í gær ( hafði ekki tíma fyrir annað, fundir og svo beint á langa kóræfinu ) og svei mér þá ég var ekkert svangur fyrr en rétt fyrir hádegi áðan.

Já, svei mér þá ef ég er ekki kominn með maníu W00t

Ætlaði að skrifa blogg til heiðurs atvinnubílstjórum í dag af því að loksins létu þeir rétta fólkið finna fyrir sér, þ.e. ráðherrana er þeir lokuðu þá inni fyrir utan Listasafnið.  Þetta er rétti andinn ! Ekki endalaust verið að níðast á saklausu fólki. Þangað til ég heyrði að þetta hefði verið alger tilviljun að Ráðherrarnir voru þarna, bílstjórarnir höfðu ekki hugmynd um veru þeirra þar. O boj.

Ég er búinn að þrífa veiðigræjurnar mínar og taka til í fluguboxunum því nú styttist aldeilis í að ég fari að veiða.  


Bloggfærslur 8. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband