14.5.2008 | 16:53
Bahama
Nýjasta lagið í bransanum er Bahama með Ingó og fáir sem geta hamið sig þegar það er spilað. Ekki veit ég nú hvort Ingó sjálfur hefur samið þenna djúpa texta en hvernig sem það er þá vil ég beina mínum eindregnu tilmælum til höfundar og biðja hann vinsamlegast að leggja textagerðina á hilluna, í það minnsta ekki segja jup í vinnunni. Ég sé alveg í anda hvernig þeir hafa valið Bahama fyrst og búið svo til einhvern texta til að komast þangað af því að það er svo gott að syngja Bahama óóó´bahama jéjé bahama ...
Hér kemur byrjunin á laginu og vafalítið eiga margir fræðingar eftir að skrifa heilu bækurnar um dýpt og meiningu þessa texta:
Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu,
skildir ekkert eftir, nema þessa peysu.
Verst finnst mér þó að núna ertu með honum,
veistu hvað hann hefur hefur verið með mörgum konum ?
Þessi textagerð skilur eftir margt annað en peysu, í það minnsta magakveisu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 09:42
Eniga meniga
Ég er ótrúlega lélegur í peningamálum og skil alls ekki málið með bankana. Allir bankarnir eru að skila þvílíkum hagnaði undangengna mánuði og á sama tíma eru þeir nánast að fara á hausinn. Þeir eru með óvenju hátt vaxtaálag erlendis af því að enginn treystir þeim lengur, eru að segja upp fullt af fólki og jafnvel að biðla til almennings að hann hlaupi undir bagga með þeim. ( ríkissjóður ).
Ég skildi svo sem aldrei heldur hvernig þeir gátu lagt undir sig hálfan heiminn, keypt stórfyrirtæki á báða bóga, spreðað í rándýrar veislur, utanlandsferðir og veiðiferðir þegar þjóðarbúið var ekkert að græða meira en venjulega, bara stöðugur viðskiptahalli. Því, ansk.. hafi það, ekki prenta þeir peninga. Það þarf að selja eitthvað til að sækja pening.
En, skýringin á þessu er líklega sú að ég er ótrúlega lélegur í peningamálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)