16.5.2008 | 14:33
Heimaleikfimi er heilsubót
Fyrir utan náttúrulega að textinn í Heimaleikfiminni sem við Anna höfum marg sinnis sungið við góða orðstýr og Elsa systir benti á, þá eru þetta heimsbókmenntir miðað við Eyjuna Bahamas. Dýptin í textanum er með ólíkindum og óræðnin slík að lesa má úr textanum alla gleði og sorg heimsbyggðinnar undanfarna áratugi. Hér kemur textinn til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja:
Heimaleikfimi er heilsubót,
hressir man upp og gerir mann stífan.
Hvort sem að undir er gras eða grjót,
gólfteppi eldhús, stól eða dívan.
Heima, heimaleikfimi, hressir mann upp og gerir mann stífan.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 09:26
Sumarið
Vá, heldur eru nú 2 skvísur komnar í sumarskap eins og sjá má á athugasemdum við síðasta blogg. Og ég vissi ekki einu sinni að það væri Eyja Bahamas sem er ennþá meira korní. Jæja, þetta er ungt og leikur sér ...
Var í sumarfíling í gær og skellti mér eins míns liðs austur á bóginn og endaði á Laugarvatni. Á leiðinni voru græjurnar þandar í botn of það var sko ekkert Bahamas eyju væl heldur " best of deep Purple " Á Laugarvatni hitti ég Steina vin minn og ætlunin var að njóta náttúrunnar og veiða smávegis. Fengum lánaðan bát og dútluðum okkur með flugustangirnar okkar. Eftirtekjan var rýr, ég fékk einn putta sem fékk líf.
En eftir stóð yndisleg samvera með Steina í íslenskri náttúru, úti á vatni með flugustöng. Hei, beats watching telly ...
Erum að fara á sumarball með Línuhönnun í kvöld, 3ja rétta matseðill, ball með hljómsveit etc. Það verður æði !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)