23.5.2008 | 13:39
Með málverk
Við munum taka forstofuna í gegn um helgina en það er það eina sem á eftir að gera í húsinu. Mála, kasta út gamla skápnum og setja upp nýjan sem við eigum eftir að kaupa. Er einhver þarna úti sem getur notað ágætan fataskáp fyrir ekkert ? Bara að sækja hann. Ég verð örugglega kominn með málverk eftir þetta.
Í kvöld er Anna að fara í stelpuboð í vinnunni sinni og Steini ætlar að koma í heimsókn. Við ætlum að elda góðan mat og drekka góð vín saman og spjalla um útsölur og nýju skólínuna. Ég verð örugglega kominn með málverk eftir allt það tal. Veit ekki alveg hvað verður í aðalrétt en risotto með villisveppum verður að öllum líkindum í forrétt.
Og talandi um málverk, Gugga er með rýmingarsölu á eitthvað af málverkunum sínum á morgun eða eins og hér segir í fréttatilkynniningu:
Heil og sæl og gleðilegt sumar
Þar sem ég er að flytja núverandi vinnustofu mína frá Korpúlfsstöðum, verð ég með opið hús, föstudaginn 23. maí kl 18-20 og laugardaginn 24. maí kl 13-17.
Nýjustu verkin verða til sýnis og sölu en eldri verkin verða seld á nokkurs
konar rýmingarverði.
Léttar veitingar og endilega takið gesti með,
Gugga
Gugga er móðir Írisar dóttur minnar fyrir þá sem ekki vita
Góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)