7.5.2008 | 11:28
Fyrsta veiðiferðin
Ég fór ásamt 2 félögum mínum, Steina og Hjölla á Þingvöll í gærkveldi. Margir hafa vafalítið haldið að við værum skrítnir að fara í veiðiferð í rigningu og roki. Þetta var hins vega dásamleg ferð. Veðrið batnaði alla leiðina og var þurrt og nánast logn. Við settum græjurnar saman og óðum út í köstuðum á báða bóga. Kyrrðin var alger og smá gjóla lék um andlitið. Við fengum engan fisk,, ekki einu sinni högg en það skipti engu máli. Bara tilfinningin að vera úti í náttúrunni með bestu vinum sínum var það sem skipti öllu máli.
Kom aftur milli tólf og eitt í nótt og steinsofnaði. Þreittur en endurnærður í dag .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)