10.6.2008 | 12:27
Ikea og geðheilsan
Ég setti saman skápana í forstofuna í gærkveldi. Að setja saman eitthvað frá Ikea er algerlega ekki eitthvað sem ég hef gaman að. Menn hafa sagt að þetta sé prófsteinn á hjónabandið ef hjón gera slíkt í sameiningu því oft getur reynst erfitt að halda kúlinu. Forstofan hjá mér er lítil og því var ekki til að dreifa að ég gæti sett saman skápana með því að leggja þá á gólfið heldur varð ég að gera það upsite down. Gekk reyndar ágætlega þangað til ég kom að einhverjum undarlegum fítus. Einhver ró sem ég átti samkvæmt teikningu að negla á kaf í botninn og skrúfa svo langan tein í róna. Fann að lokum út sigri hrósandi að þetta var einhvers konar fótur sem hægt er að nota til stillingar á stöðu skápsins. Átti svo ekki hallarmál og bíð því spenntur eftir að Steini komi með hallarmál, reknagla og kröftuga borvél í kvöld.
Auglýsti gamla fataskápinn til gefins á Barnaland og 3 hringdu. Allir þessir 3 klikkuðu svo á að koma að sækja hann og því þarf ég að fara með þennan fína skáp í Sorpu. Ef einhvern vantar fataskáp gefins er það nú eða aldrei.
Þegar þetta er hins vegar búið á þetta eftir að verða dýrðlegt. Fullt af skápaplássi enda nær skápurinn nánast upp í loft. Gekt !
Eitthvað er nú ferðin upp á hálendi að breytast þar sem Sigga H og Inga Klemma hættu á síðustu stundu við að koma. Anna nennir þá ekki að fara og því fer ég einn með strákunum. Fer þá að öllum líkindum á fimmtudagskvöldið til að fá far með einhverjum. Anna fer í staðinn í sumarferðina með Línuhönnun í Fljótshlíðina.
Nú eru um það bil 12 dagar þangað til við lendum í Mílanó ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)