11.6.2008 | 09:10
Sumarblíða
Úti er æðislegt veður og verður þannig samkvæmt spá fram yfir helgi. Sumarið er komið Ég fékk Steina í heimsókn í gærkveldi og við kláruðum að festa skápinn og setja hurðarnar á hann. Í kvöld set ég innvolsið í hann og svo er bara að raða í hann. Anna er búin að planta í kerin í garðinum þannig að þetta er allt að koma. Svaf hins vegar illa í nótt.
Hjálmar fann loksins þristinn minn í gærkveldi ( þristur er lítil silungastöng fyrir þá sem ekki vita ) sem betur fer því ég var á leiðinni að kaupa mér nýja og það kostar skilding. Ég er því alveg að verða tilbúinn fyrir veiðitúrinn uppi á hálendi. Við ætlum að fara annað kvöld upp í Landmannahelli og vera fram á sunnudag. Ég hlakka miiiiikið til enda verð ég í góðum hópi af fólki
Ætli það sé ekki ca 11 dagar þangað til ég segi bon giorno ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)