Hæ hó jibbí jei

Og jíbbíí jei, nú er búinn 17. júní !

Og hann var sko ekki af verri endanum. Mættur á söngæfingu kl. 9.15 um morgunin og sungum svo 3 ættjarðarlög á Austurvelli. Fengum okkur svo kaffi og með því og síðan heim að skipta um föt. Fórum ekki í 17. júní gallann heldur stuttbuxur og gönguskó.

Fórum á Nesjavallasvæðið og gengum þar í næstum 3 tíma. Þetta er æðislegt göngusvæði og hægt er að velja á milli margra leiða, misjafnlega langra og erfiðra. Grilluðum svo þegar heim var komið og splæst í eina Quinta De Crasto Reserve með matnum.

Úllinn okkar er allur að koma til sem betur fer og við ætlum að kíkja á hann og kannski passa á morgun. Íris er ein með hann núna þar sem Óskar fór austur á heimaslóðir og verður nokkra daga.

Ætlum í kvöld að taka loksins fram SUMARkassana okkar með SUMARfötunum og SUMARskónum okkar og skoða hvað við eigum til að taka með okkur til Ítalíu. Anna segist ætla að taka bara með sér lítið af fötum í þetta skiptið ...LoL Je ræt !

Sem minnir mig á það að það eru einungis 4-5 dagar þangað til ég verð kominn í stuttermaskyrtu ....


Bloggfærslur 18. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband