20.6.2008 | 12:40
Fögur er hlíðin, ég fer fet
Já á morgun ætlum við að fara þó nokkur fet í sveitina, alla leið í Fljótshlíðina. Hvar Gunnar og Njáll skiptust bróðurlega á skoðunum við skoðunarbræður sína forðum undir vökulum augum Bergþóru. Við ætlum sum sagt að heimsækja Eyvindarmúla og Hildu systir og Óla.
Þar ætlar mín fjölskylda og hluti af fjölskyldu Ernu að hittast, grilla saman og hafa gaman. Gerum allt of lítið af slíku og hittumst yfir höfuð allt of sjaldan. Ég viðurkenni það svo sem að ég hefði nú alveg verið til í að vera heima og undirbúa mig vel fyrir ferðina sem hefst á mánudag, enda er ég meyja. En hey, lífið er yndislegt og allt of stutt til að eyða því í ekki neitt.
Þarf reyndar að fara heim snemma á sunnudagsmorgun þar sem ég þarf að syngja í áttræðisafmæli Denna sem haldið er í Salnum í Kópavogi. Það verður líka gaman og hann á það alveg skilið karlinn.
Vona svo að ég hafi tíma til að pakka á sunnudagskvöldið.... því .... nú eru einungis 3 dagar þangað til O Sole Mio hljómar í eyrum mér .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)