Útivera

Þegar ér kom heim úr vinnu í gær fékk ég mér afgang af kjúklingi þar sem Anna var að fara hitta vinkonur sínar. Svo tók ég mig til og smellti mér í veiðiátfittið og renndi í Vífilsstaðavatn. Það er mikil gróður kominn upp í vatninu og kannski lítið hægt að veiða en það var samt dásamleg tilfinning að vera í náttúrunni einn með sjálfum sér, fjarri heimsins glaumi.

Var með þristinn minn með mér ( létt flugustöng ) en þetta var ekki minn veiðidagur, allt gekk á afturfótunum. Taumurinn flæktist þrisvar og ég þurfti því að skipta þrisvar um taum. Loopan slitnaði líka og þegar ég var að fara í land til að skipta einu sinni um taum steig ég ofan á línuna sjálfa og hún slitnaði líka, fóru örugglega 3-4 metrar af henni fyrir lítið. Á þeim tímapunkti ákvað ég að nóg væri komið og var kominn heim um kl. 21.30.

Hitti svo einn veiðimann sem var að koma þegar ég var að fara og hann hafði verið í Þingvallavatni deginum áður í 30°hita og veiddi 10 bleikjur frá pundi upp í 3,5 pund ! Getur það verið eitthvað betra ?

Svaf ótrúlega vel í alla nótt og þakka það verunni í náttúrunni. Fátt kemur í staðinn fyrir það.Sleeping

Hafið það æðislegt um Verslunarmannahelgina Smile


Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband