15.8.2008 | 14:59
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við gömlu 16 ára brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt hvað við höldum alltaf hamingjunni og það er óhugsandi að hugsa sér betri konu en Önnu. Setti hér mynd af okkur eins og við lítum út núna.
Ætlum að fara á Stokkseyrarbakka eftir vinnu, ganga svolítið í fjörunni og fá okkur humarsúpu. Halda svo til Hveragerðis og taka þátt í blómadögum þar. Að sjálfsögðu datt mér þetta allt í hug.
Ámorgun er svo fjölskyldusamkoma í ættina hans Bóasar tengdapabba í Grindavík og seinna um kvöldið hittist svo víndeildin heima hjá Birki til að borða góðan mat og hugsanlega enn betri vín.
Sunnudagurinn er óráðinn .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)