Jakob Frímann og eymingjarnir

Nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgarmála, stuðmaðurinn Jakob Frímann er strax farinn að láta til sín taka á vettfangi miðbæjarmála. nú datt honum í hug það snjallræði að setja bara upp einhverja hafnarkrá í útjaðri Reykjavíkur sem hýsa á fyllibyttur miðbæjarins. Í einu vetfangi að losna við skrílinn sem drekkur allt of mikið úr miðbænum. Frábært ! Að vísu á eftir að heimfæra hugmyndina aðeins eins og t.d. hver á að reka þessa hafnarkrá og ekki síður hvernig á að fá þessa óyndimenn til að mæta einmitt á þessa krá en ekki aðra.  Það má sjá fyrir sér alls kyns lausnir á því:

- selja landa á staðnum á lægra verði

- selja bjórlíki í stað venjulegs bjór, þeim er jú nokk sama hvað þeir drekka

- vera með hljómsveitirnar Óðmenn og Misyndismenn á kvöldin

Nú eða nota sömu aðferð og notuð var í Sundhöllinni í gamla daga, þeir sem eru með rauð bönd mega einungis drekka á þessari krá en ekki öðrum. Rauð bönd, upp úr miðbænum !

Ef þetta gengur vel má alveg sjá fyrir sér að hugmyndin verði útfærð á aðra sjúklinga. T.d. fatlaðir megi einungis eiga heima í Mosfellsbæ, geðfatlaðir einungis halda sig á Krísuvíkurleiðinni o.s.frv.

Þetta eru jú allt saman sjúklingar, ekki satt Jakob Frímann ?

Miðbærinn verður þá bara fyrir heilbrigða, fyrir Aría .....


Bloggfærslur 20. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband