Fóbía

Þegar ég var yngri, mun yngri þá var ég með alls kyns fóbíur. Ég mátti ekki stíga á strik í gangstéttinni, þurfti að kveikja og slökkva ljós morgum sinnum í hvert skipti o.s.frv. Mér finnst enn eins og fjölskylda mín horfi á mig hornauga út af þessu ...Errm Ég hef sem betur fer losað mig við þennan óþolandi kvilla en burðast þó enn með eina fóbíu.

Ég trúi því nefnilega að ef ég horfi á hanboltalandsliðið okkar keppa leik á stórmóti þá tapi þeir ! Þetta byrjaði í einhverju stórmótinu með því að ef ég var horfa þá fór allt úrskeiðis hjá landsliðinu og ef ég horfði ekki þá gekk allt vel. Meira að segja hvað svo ramt að þessu að það skipti máli hvort ég skrapp á klósett eða að ná mér í bjór, gengið breyttist. Ég man eftir að Andri var farinn að reka mig út úr herberginu með harðri hendi ef það var slíkur leikur í gangi.

Þess vegna hef ég ekki horft á neinn leik undanfarið þó mér hafi virkilega langað til og nú eru góð ráð dýr. Mig langar nefnilega svo rosalega að sjá leikinn á morgun á móti Spánverjum og þó ég viti að þetta er bara asnaleg fóbía þá veit ég líka að ef ég horfi á hann eins og karlmaður og þeir tapa get ég aldrei verið fullviss um að það hafi ekki verið mér að kenna Crying

Að horfa eða horfa ekki, þarna er efinn. Ætli þetta endi ekki á því að ég verð eini Íslendingurinn ráfandi um göturnar bíðandi milli vonar og ótta eftir að leikurinn sé búinn. Það eru miklar byrgðar lagðar á herðar mér. Eða eins og Hamlet svo meistaralega orðaði raunir mínar:

To be, or not to be, that is the Question:
Whether 'tis Nobler in the minde to suffer
The Slings and Arrowes of outragious Fortune,
Or to take Armes against a Sea of troubles,
And by opposing end them: to dye, to sleepe
No more; and by a sleepe, to say we end
The Heart-ake, and the thousand Naturall shockes
That Flesh is heyre too?

Hristispjót.

 


Bloggfærslur 21. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband